Fara í efni

Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla

Útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd 1 var auglýst í vikunni og eru útboðsgögn aðgengileg með rafrænum hætti á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar.

Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla

Útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd 1 var auglýst í vikunni og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist með haustinu. Haldin var hönnunarsamkeppni um byggingu nýs leikskóla árið 2018 sem að Andrúm arkitektar unnu og var vinningstillagan svo þróuð áfram. Húsið sem til stendur að byggja verður um 1700 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum. Húsið kemur til með að tengjast núverandi leikskólabyggingu með tengigangi. 

Frestur til að skila tilboðum er til föstudagsins 18.júlí kl. 14.00 en þá verða tilboðin opnuð.

Útboðsgögn eru aðgengileg með rafrænum hætti á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/

Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: https://utbodsvefur.is/


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?