Fara í efni

Síðasta eining Stjörnubrekku hífð á sinn stað

Í morgunsárið, miðvikudaginn 6. desember var síðasta eining Stjörnubrekku hífð á sinn stað. Stjörnubrekka er fyrir elstu börnin í Leikskóla Seltjarnarness og er staðsett við hliðina á Mýrarhúsaskóla. Framkvæmdin gekk að óskum og er nú unnið að því að fullbúa rýmið svo taka megi á móti bæði börnum og starfsfólki leikskólans inn á þá deild eins fljótt og auðið er.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?