Fara í efni

Sigríður Þorvaldsdóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2006

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara. Við athöfnina lék Sigríður nokkur lög á píanó og dætur hennar, Þórunn og Ingibjörg Lárusdætur sungu nokkur lög við undirleik Snorra Petersn.

Sigríður er fædd 1941, foreldrar hennar voru Ingbjörg Halldórsdóttir, hárgreiðslumeistari og Þorvaldur Steingrímsson, fiðluleikari. Sigríður lauk námi í hárgreiðsluiðn og varð hárgreiðslumeistari árið 1965. Árið 1956 hóf hún nám við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og útskrifaðist þaðan árið 1958. Árið síðar fór hún í áframhaldandi nám til Hollywood og réði sig í framhaldi þess til Dallas Theater Center. Þar starfaði Sigríður til 1964 en þá réði hún sig til Þjóðleikshússins en þar hefur hún starfað alla tíð síðan.

Ásamt því að vera fastráðin leikari við Þjóðleikhúsið og taka þátt í fjölda sýninga á þeirra vegum hefur hún tekið þátt í sýningum hjá íslensku óperunni, á Broadway og fleiri stöðum. Einnig hefur hún sett upp og stjórnað fjölda sýninga ásamt því að leika fjölda hlutvekra í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Sigríður var aðalhvatamaður og stofnandi Leikfélags Mosfellssveitar árið 1976 og Leiklistarfélags Seltjarnarness árið 1998. Á síðasta ári kom út ævisaga hennar „Í gylltum ramma“ hjá Bókaútgafu Æskunnar. Sigríður mun sem bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2006 kynna grunnskólanemendum á Seltjarnarnesi heim leikhússins með kynningum og vettvangsferðum

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?