Fara í efni

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl 2024

Seltjarnarnesbær hvetur íbúa og alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og plokka hvort sem er í sínu nærumhverfi eða á vel völdum svæðum hér á Seltjarnarnesinu.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 28. apríl og hvetur Seltjarnarnesbær bæjarbúa til að taka þátt í að fegra bæinn okkar um leið og notið er útivistar.

Tilvalið er að plokka í nærumhverfi hvers og eins, skella sér í fjörurnar, á Vestursvæðin, opnu svæði bæjarins eða bara þar sem þörf krefur.

Nota þarf glæra ruslapoka
Plokkarar eru vinsamlegast beðnir um að nota glæra ruslapoka í plokkinu til að einfalda flokkun og urðun. Í boði er að sækja glæra poka í þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1, föstudaginn 26. apríl frá kl. 8-12.

Plokkurum stendur til boða að skilja poka með því rusli sem safnast í plokkinu eftir við ruslafötur á gönguleiðum Seltjarnarnesbæjar auk þess sem senda má ábendingu með mynd í gegnum ábendingagátt bæjarins á heimasíðunni, um hvar plokkpokana er að finna. Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar munu sækja pokana strax eftir helgina og skila til SORPU.

Afhverju að plokka?

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nærsamfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

Plokktrixin í bókinni samkvæmt plokk.is

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
  • Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Nú verður Stóri plokkdagurinn haldinn í sjöunda sinn en Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á Facebook þar sem mörg þúsund meðlimir deila myndum af sínum plokki og útivist. Bæjarbúar eru hvattir til að skipuleggja plokk í sínu nærsamfélagi og hvetja aðra til þess sama. Hvetjum samfélagið okkar, vinnustaðinn, skólafélaga og nágranna til að taka þátt – margar hendur vinna létt verk!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?