Fara í efni

Svava Sverrisdóttir ráðin sviðsstjóri Fjármálasviðs Seltjarnarnesbæjar

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýverið á fundi sínum að ráða Svövu G. Sverrisdóttur í stöðu sviðsstjóra fjármálasviðs. Svava er með M.Sc. gráður í hagfræði og fjármálum frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum frá HÍ og Cand. Oecon gráðu frá HÍ sömuleiðis.
Svava G. Sverrisdóttir
Svava G. Sverrisdóttir

Svava hefur haldbæra þekkingu og víðtæka reynslu af fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga sem og úr fjármálageiranum.

Svava Sverrisdóttir vann lengi í fjármálageiranum, hjá Landsbanka, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum Birtu. Lengst af við eignastýringu og greiningu og býr yfir góðri þekkingu á því sviði. Hún starfaði ennfremur við reikningshald, áætlanagerð, endurskipulagninu og ráðgjöf hjá Inniti ehf.-Fjárstoð ehf. og sinnti þar verkefnum fyrir eignarhaldsfélög og fyrirtæki. 

Þá hefur Svava öðlast haldbæra þekkingu á fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga í gegnum störf sín hjá Lánasjóði sveitarfélaga, á fjármálaskrifstofu og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og nú síðast sem deildarstjóri bókhalds og greininga hjá Akraneskaupstað þar sem hún hefur starfað frá árinu 2022. Þar hefur hún verið í forsvari deildarinnar og stýrt sínu teymi, borið ábyrgð á uppgjörsvinnu, ársreikningagerð, fjárhagslegum greiningum og áætlanagerð.  

Svava er með M.Sc. gráður í hagfræði og fjármálum frá Háskóla Íslands, próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Cand. Oecon gráðu frá sama skóla.

Svava er boðin velkomin til starfa hjá Seltjarnarnesbæ og óskað velfarnaðar í starfi en hún hefur störf nú á allra næstu dögum. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?