Fara í efni

Thelma Hrund ráðin sem ný forstöðukona Selsins

Thelma Hrund er starfseminni að góðu kunn en hún hefur verið verið starfsmaður Selsins frá árinu 2020 og gegnt starfi forstöðukonu í afleysingum.

Thelma Hrund Sigurbergsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Hún er starfseminni að góðu kunn, enda verið starfsmaður Selsins frá árinu 2020 og hefur fyrr á þessu ári gegnt starfi forstöðukonu í afleysingum. Þá hefur Thelma kennt félagsmálafræði í Valhúsaskóla undanfarin ár auk þess að hafa haft umsjón með sumarnámskeiðum barna á vegum Seltjarnarnesbæjar og félagsstarfi eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Seltjarnarnesbær býður Thelmu Hrund velkomna til starfa og þakkar jafnframt Jónu Rán Pétursdóttur, fráfarandi forstöðukonu Selsins, fyrir vel unnin störf á undanförnum árum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?