Óhapp varð við gatnamótin á Suðurströnd og Nesvegi þegar að flutningabíll rakst utan í ein gönguljósin og mun Vegagerðin annast viðgerðir á staurnum.. Umferðarljósin virka öll þrátt fyrir óhappið og það heyrist hljóðmerki í gangbrautarljósinu þó að rauði og græni "kallinn" sjáist ekki. Hvetjum íbúa og þá ekki síst unga vegfarendur til að fara varlega.