Fara í efni

Truflanir á umferð við Norðurströnd og Bakkavör v. gatnaviðhalds 24.–28. júlí

Í vikunni 24.-28. júlí verða truflanir á umferð í Bakkavör og einnig við gatnamót Suðurstrandar og Norðurstrandar vegna malbiksframkvæmda.

Göturnar verða lokaðar tímabundið vegna fræsingar og yfirlagnar malbiks, gera má ráð fyrir að lokað verði að minnsta kosti tvisvar á hvorum stað á verktímanum en opið þess á milli. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að virða merkingar og nýta hjáleiðir á meðan á lokunum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lokun við Bakkavör


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?