Þriðjudaginn 25. nóvember nk. rennur út fresturinn til að sækja um eða tilnefna Bæjarlistamann Seltjarnarness 2026. Hvetjum listamenn og bæjarbúa til að taka þátt.
Vekjum athygli á því að nú styttist í að frestur til að sækja um eða tilnefna Bæjarlistamann Seltjarnarness 2026 renni út en það er á miðnætti þriðjudaginn 25. nóvember nk. Opnað var fyrir umsóknir í október en Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir árlega eftir umsóknum frá listamönnum og/eða tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness ár hvert.
Hægt er að sækja um og/eða tilnefna í gegnum MÍNAR SÍÐUR á heimasíðu bæjarins.