Fara í efni

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa hjá Seltjarnarnesbæ

Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á þrjá ólíka viðburði, tónleikar, grínþáttur og sýning, á vegum ungmenna á Seltjarnarnesi sem unnið hafa í skapandi sumarstörfum í sumar. Sjá nánar um hvern viðburð hér í fréttinni.

UPPSKERUHÁTÍÐ SKAPANDI SUMARSTARFA - VELKOMIN!

Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á þrjá ólíka viðburði á vegum ungmenna á Seltjarnarnesi sem unnið hafa í skapandi sumarstörfum á Seltjarnarnesbæ í sumar en nú kominn er tími á þau öll að kynna afrakstur sköpunarverka sinna.
 
🟧 ARNALDUR - Tónleikar í Fræðasetrinu í Gróttu miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00. Nánar um viðburð: https://www.facebook.com/events/974561984358082

🟧 KVÖLDSPJALLIÐ - Forsýning á splúnkunýjum grínþætti eftir Killian G. E. Briansson, Jónsa Hannesson og Árna Þór Guðjónsson, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20.00 í Mýrarhúsaskóla. Nánar um viðburð: https://www.facebook.com/events/1153877129029486

🟧 MYNDBREYTING/METAMORPHOSIS - Sýning á "Stop-motion" vídeóverki og skúlptúrum eftir Öldu Ægisdóttur á bókasafni Seltjarnarness. Sýningin opnar kl. 12 föstudaginn 30. ágúst og stendur fram í byrjun september. Nánar um viðburð: https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/vidburdir/myndbreytingmetamorphosis-stop-motion-videoverk-og-skulpturar
 
Ókeypis aðgangur á alla viðburðina og allir áhugasamir velkomnir að upplifa og njóta afraksturs skapandi sumarstarfa 2024.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?