Fara í efni

Velheppnað virkniþing eldri bæjarbúa

Í gær fór fram líflegt og velsótt virkniþing á vegum Seltjarnarnesbæjar þar sem að eldri bæjarbúum baust að kynna sér fjölbreytt tómstundastarf og þjónustu sem er í boði fyrir þennan aldurshóp á Seltjarnarnesi.

Velheppnað virkniþing eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi

Miðvikudaginn 17. september fór fram líflegt og vel sótt virkniþing í safnaðarheimili kirkjunnar á Seltjarnarnesi þar sem eldri bæjarbúum var boðið að kynna sér fjölbreytt tómstundastarf og þjónustu sem í boði er fyrir þau í bænum. Þingið var í samstarfi við fjölda aðila sem sinna málefnum eldri borgara og var markmiðið að efla þátttöku, tengsl og vellíðan íbúa á efri árum. Mætingin var góð en rúmlega 80 manns sem mættu á þingið sem var haldið í samstarfi við Íþróttaviku ÍSÍ.

Dagskráin hófst á kynningu Hildigunnar Gunnarsdóttur, formanns fjölskyldunefndar,á nýrri stefnu í málefnum eldri bæjarbúa, þar sem áhersla er lögð á velferð og vellíðan, heilsueflingu, geðrækt, öruggt umhverfi, skipulag, virkni og samfélagslega ábyrgð.

Á meðal þeirra sem kynntu sína starfsemi voru heilsugæslan á Seltjarnarnesi, íþróttafélagið Grótta, félagsstarfið á Skólabraut, Slysavarnarfélagið, Soroptimistar, bókasafnið, heimaþjónustan, FEBSEL – félag eldri borgara á Seltjarnarnesi og ALDIN – hópur eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.

Á milli örkynninga tók við tónlistaratriði hjá Matta og Drífu sem skapaði mikla stemningu og gaf tóninn fyrir daginn. Gestir nutu samverunnar yfir kaffi og veitingum og sungu saman nokkur vel valin lög.

Skipuleggjendur lýstu yfir ánægju með þátttökuna og vonast til að virkniþingið verði árlegur viðburður sem styrkir tengsl og vellíðan eldri íbúa í bæjarfélaginu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?