Fara í efni

Laust starf verkefnastjóra umhverfismála

Leitum að öflugum og drífandi einstaklingi með óbilandi áhuga á að fegra ásýnd bæjarins, koma að hvers kyns náttúru- og umhverfismálum, stýra vinnuskólanum, ýmsum stefnumarkandi verkefnum o.fl. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.

Seltjarnarnesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra umhverfismála í 100% starfshlutfall og heyrir starfið undir sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.

Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað, áhuga og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu öllu, t.d. með umhirðu gróðurs og stígagerð í samstarfi við sviðsstjóra
  • Ábyrgð á vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar
  • Umsjón með umhirðu leiksvæða, stofnanalóða og grænna svæða í sveitarfélaginu
  • Umsjón með verkefnum tengdum friðlýstum náttúrusvæðum í samstarfi við umhverfisstofnun
  • Umsjón með vernd fuglalífs á Seltjarnarnesi og ábyrgð á samskiptum við meindýraeyði
  • Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélagsins þ.m.t. umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar
  • Aðkoma og framfylgd stefnumörkunar sveitarfélagsins í umhverfismálum
  • Fræðsla og umsjón með úrgangsforvörnum, flokkun og endurvinnslu
  • Umsjón með úrgangsmálum sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á garðyrkju og umhverfismálum æskileg
  • Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun og umhirðu grænna svæða
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að vinna í teymi
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst 2023 og skal umsóknum skilað í gegnum ráðningarvef bæjarins. Umsókn skal fylgja kynningarbréf ásamt náms- og starfsferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar Þór Jónsson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs, í netfangið brynjar.th.jonasson@seltjarnarnes.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?