Ákveðið er að endurnýja stofnlagnir hitaveitu, þ.e. framrás og bakrás í Hæðarbrautinni milli Valhúsabrautar og Melabrautar.
Um töluverða framkvæmd er að ræða og munu íbúar verða fyrir einhverjum óþægindum á meðan að á framkvæmdatíma stendur.
Verk er að hefjast og áætlaður verktími er um þrjár vikur.
Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við hitaveitu Seltjarnarness.