Fara í efni

Albertsbúð

Albertsbúð var byggð af Jóni Alberti Þorvarðarssyni fyrrum vitaverði í Gróttu en þann starfa hafði Albert frá árinu 1931 allt til dauðadags árið 1970.

Útgerð var helsta lífsviðurværi Alberts á hans búskaparárum í Gróttu en einnig stundaði hann lítilsháttar búskap. Lendingaraðstaða var bætt í tíð Alberts og gerð bryggja framan við sjóbúð hans og við hlið hennar dráttarbraut og gat Albert þar dregið bát sinn upp. Björgunarsveit Seltjarnarness var síðar nefnd eftir Alberti.

Á árinu 1978 var sjóbúðin í Gróttu að falli komin en þá fékk Rótaryklúbbur Seltjarnarness hana til eignar og lét gera hana upp. Árið 2014 hófu meðlimir Rótarýklúbbsins viðgerðir á ný og endurgerðu þá gömlu bryggjuna í Gróttu er liggur upp að Albertsbúð. Talið er að bryggjan hafi upphaflega verið byggð um 1930 fyrir Albert en hún hefur nú gengið í endurýjun lífdaga. Stóð Rótarýklúbburinn að mestu straum af efniskostnaði við framkvæmdirnar en Seltjarnarnesbær lagði til starfsmenn við smíði og vélavinnu.

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?