Fara í efni

Fræðasetur

Fræðasetur var opnað í Gróttu aldamótaárið 2000 og er innan þess glæsileg funda- og námsaðstaða í óvenjulegu umhverfi. 

Salur hússins rúmar um 30 manns í sæti og á loftinu er gistiaðstaða fyrir sama fjölda. Þá er ágætlega búið eldhús á staðnum. Í kjallara setursins er vinnuaðstaða fyrir nemendur til að vinna úr verkefnum sem tengjast veru þeirra í Gróttu. Athugið að ferðir í Fræðasetur Gróttu eru háðar bæði flóði og fjöru og varptíma.

Seltjarnarnesbær heldur utan um útleigu í síma 595 9100 en gjaldskrá má nálgast hér neðar.

Markmið fræðslustarfs í Gróttu

Markmiðið með Fræðasetrinu er að náttúra og umhverfi Seltjarnarness nýtist á fjölbreyttan hátt, fyrir börn og fullorðna. Staðurinn er tilvalinn til útivistar og inniveru, námskeiða, vettvangsferða, funda o.fl. Útikennsla er í mörgum skólum orðin veigamikill þáttur og gefur möguleika á að nýta umhverfið í kennslu t.d. í íslensku, myndmennt, stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði.

 

Helstu markmiðin með Fræðasetrinu eru að náttúra og umhverfi Gróttu nýtist nemendum og íbúum Seltjarnarness til:

- Menntunar og útikennslu í náttúrufræði, samfélagsfræði, sögu, myndmennt, umhverfismennt, lífsleikni og fleiri greinum.

- Að upplifa, skynja og skilja náttúruna og umhverfið með hjálp markvissra leiðbeininga og leiðsagnar og kennslu á vettvangi.

- Að læra að njóta útivistar, aðlagast útilífi og umgengni við náttúruna.

- Að styrkja félagstengsl og samstarf nemenda.

- Að styrkja nám í ofantöldum greinum í skólunum með endurskipulagningu og aukinni útikennslu.

- Að styrkja almenningsfræðslu um umhverfi og náttúru Seltjarnarness.

- Að störf fræðimanna í Gróttu styrki fræðslustarfið bæði með beinum og óbeinum hætti.

Gjaldskrá Fræðasetur í Gróttu

Breytt gjaldskrá fyrir Fræðasetur í Gróttu var samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2022. Fyrir aðstöðu í Fræðasetrinu í Gróttu, afnot af húsi, búnaði og umsýslu starfsmanna, skal greiða eftirfarandi:

Gestir utan skóla Seltjarnarnesbæjar:

Heimsókn, 3-6 klst. kr. 17.560
Fundir og ráðstefnur. 3-6 klst kr. 17.560
Fræðasetur fyrir hvern byrjaðan sólarhring kr. 24.145

Gestir úr skólum Seltjarnarnesbæjar:

Heimsókn í Fræðasetur, 3 til 6 klst. kr. 330 pr. barn
Heimsókn minna en 3 klst. kr. 165 pr. barn
Gisting í Fræðasetrinu (einn sólarhringur) kr. 16.465

Aðrar stofnanir Seltjarnarnesbæjar:

Fundir og ráðstefnur, 3 til 6 klst. kr. 10.975
Fundir og ráðstefnur minna en 3 klst. kr. 6.585
Síðast uppfært 10. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?