Fara í efni

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Leikskóli Seltjarnarness

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að deiliskipulagi Leikskóla Seltjarnarnesbæjar.

Leikskólar Seltjarnarnesbæjar, reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033

Á 138. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 13. apríl 2023 og á 964. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 26. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Leikskóla Seltjarnarnesbæjar, reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Deiliskipulagstillagan nær til reits S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, reiturinn liggur á horni Nesvegar og Suðurstrandar og afmarkast af þeim götum svo og Selbraut til suðurs. Á reitnum eru í dag þrjár lóðir sem nú verða sameinaðar í eina sem fær heitið Suðurströnd 1. Í tillögunni felst að heimilað verði að reisa á sameinaðri lóð nýtt tveggja hæða húsnæði leikskóla Seltjarnarness, allt að 2.200m², til viðbótar við þær byggingar sem þar eru fyrir.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna:

Leikskóli Seltjarnarness - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Greinargerð með tillögu að deiliskipulagi

Tillagan er auglýst frá og með 11. maí 2023 til og með 22. júní 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Einnig má nálgast tillöguna á vef Seltjarnarnesbæjar og á Skipulagsgáttinni. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 22. júní 2023.

Seltjarnarnesi, 9. maí 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?