Fara í efni

Íbúafundur í Gallerí Gróttu 29. janúar nk. kl. 20:00

Kynning verður fyrir íbúa á tillögu að nýjum friðlýsingarskilmálum Gróttu og Seltjarnar, fimmtudag 29. janúar kl. 20:00 í Gallerí Gróttu á bókasafninu.

Seltirningum er boðið á kynningarfund á tillögu að nýjum friðlýsingarskilmálum Gróttu og Seltjarnar.

Á fundinum kynna fulltrúar Umhverfisnefndar Seltjarnarness og Náttúruverndarstofnunar tillögu að nýjum friðlýsingarskilmálum Gróttu og Seltjarnar sem bæjarstjórn Seltjarnarness hefur nú til samþykktar. Jóhann Óli Hilmarsson fuglavísindamaður verður auk þess með erindi fyrir fundargesti.

Bæjarbúar geta kynnt sér allar helstu upplýsingar og tillögu að nýjum friðlýsingarskilmálum ásamt korti af afmörkun friðlandsins hér á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.

Kaffi og kleinur í boði fyrir fundargesti,

Staður: Gallerí Grótta á bókasafninu - gengið inn frá Eiðistorgi.
Stund: Fimmtudagur 29. janúar kl. 20:00.

Verið öll velkomin!

Smelltu á FB viðburðinn


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?