Fara í efni

Innritun barna í Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness skólaárið 2024-2025

Umsóknarfrestur um leikskóladvöl barna skólaárið 2024-2025 er til 1. mars nk. í gegnum mínar síður á heimasíðunni.
Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness
Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness

Innritun barna í Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025 fer fram í marsmánuði nk.

Til að eiga rétt á leikskóladvöl þarf barn að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi. Sækja skal um leikskóladvöl á www.seltjarnarnes.is gegnum Mínar síður

Mikilvægt er að umsóknir hafi borist fyrir 1. mars nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar eftir því sem leikskólapláss losnar. Nánari upplýsingar og aðstoð við innritun veitir Selma Birna Úlfarsdóttir, leikskólastjóri.

Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?