Fara í efni

Félagsheimilið

Félagsheimili Seltjarnarnes var formlega tekið í notkun þann 20. mars árið 1971. Það var smíðað af Sigurði Kr. Árnasyni byggingameistara sem einnig smíðaði íþróttahúsið á Seltjarnarnesi.

Margvísleg starfssemi hefur farið fram í húsinu síðastliðna hálfa öld og fjöldi Seltirninga sem þaðan eiga góðar minnningar. Í húsinu hafa verið sýndar leiksýningar, haldin þorrablót, ráðstefnur og mannamót af ýmsu tagi. Sigurður Kr. Árnason, 1925-2017, var húsasmíðameistari og listmálari Hann beitti sér fyrir ýmsum frambótum í bæjarfélaginu, vann að eflingu Náttúrufræðisafns Seltjarnarness, var einn af stofnendum Stjörnuskoðunarfélagsins og gaf félaginu stjörnukíkinn í Valhúsaskóla. Í starfinu sínu sem húsasmíðameistari kom hann að byggingu nokkura af helstu stofnana í bænum.

 

Í Morgunblaðinu þann 23. mars árið 1971 er sagt frá því að Félagsheimili Seltjarnarness hafi verið opnað við hátíðlega athöfn þann 21. mars síðastliðinn. Dagskráin hófst með  því að Lúðrasveit Mýrarhúsaskóla lék og síðan lýsti sveitarstjóri Sigurgeir Sigurðarson húsinu fyrir viðstöddum sem er sögð hafa verið mjög fjölmenn. Karl B. Guðmundsson opnaði húsið og þá tóku við ávörp en í lok samkomunnar söng kór Kvenfélags Seltjarnarness.

Gagngerar endurbætur

Árið 2020 hófust gagngerar endurbætur á Félagsheimilinu sem miða að því að færa húsið til nútímans en án þess þó að það missi sín ákveðnu útlitseinkenni og sjarma.

Síðast uppfært 08. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?