Fara í efni

Menningarhátíð Seltjarnarness

Menningarhátíð Seltjarnarness er sannkölluð menningarveisla sem haldin er annað hvert ár á Seltjarnarnesi. Um er að ræða fjögurra daga hátíð þar sem að sérstök áhersla er lögð á að draga fram í dagsljósið fjölskrúðugt menningar- og mannlíf innan samfélagsins.

Menningarhátíðin var fyrst haldin árið 2003 og hefur verið haldin á tveggja ára fresti allar götur síðan nú síðast í október 2021. Dagskrá menningarhátíðar er á ábyrgð sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptastjóra og tekur menningarnefnd virkan þátt í útfærslu hátíðarinnar auk þess sem leitað er til bæjarbúa og listamanna eftir hugmyndum og þátttöku.

Ávallt er lagt upp með metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir allan aldur þar sem að íbúar og aðrir gestir sem sækja okkur heim geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi listamanna, bæði börn og fullorðnir, leggja sitt af mörkum á hverri hátíð en viðburðir og sýningar eru af öllum toga og haldin víðsvegar um Seltjarnarnesið þá daga sem hátíðin stendur yfir.  

 

Fundargerðir menningarnefndar

Síðast uppfært 10. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?