23.02.2023
Lokun á heitu vatni á Miðbraut 2-8 frá kl. 10 í dag 23. febrúar
Íbúar við Miðbraut 2-8 vinsamlegast athugið!
Í dag, fimmtudaginn 23. febrúar verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 10 og fram eftir degi vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness
22.02.2023
Gleðilegan Öskudag
Á bæjarskrifstofunni er að sjálfsögðu tekið á móti skrautlegum söngfuglum sem hafa sungið fyrir nammi hjá okkur í dag. Haldin er sérstök skrá yfir lögin sem sungin eru og er Gulur, rauður, grænn og blár með afgerandi forystu. Allúetta fylgir fast á eftir auk þess sem við höfum fengið að heyra flutning á frumsömdu lagi, Benedikt búálfi, Svampi Sveinssyni, Dórulagi, Búddi fór í bæinn, Sveppi hann er heitur og Góðan dag frá hinum ýmsu furðuverum !
20.02.2023
Samningur um hönnun leikskóla á Seltjarnarnesi
Seltjarnarnesbær hefur gengið frá samningi um fullnaðarhönnun á nýjum leikskóla „Undrabrekku“ við Andrúm arkitekta. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Kristján Garðarsson arkitekt undirrituðu samninginn vettvangi fyrirhugaðra framkvæmda fyrir helgina að viðstöddum miklum fjölda leikskólabarna og starfsfólki.
15.02.2023
Heilsuefling 65+ kynning kl. 13:15 mánudaginn 20. feb.
Kynningarfundurinn verður í Hátíðarsal Gróttu á mánudaginn og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta en nú verður tekinn inn nýr hópur í þessa vinsælu og fjölþættu heilsueflingu fyrir 65+ á Seltjarnarnesi.
13.02.2023
Þjónustumiðstöð lokuð frá 10-14 í dag 13. febrúar
Vegna útfarar Antons Sigurðssonar pípulagningameistara Seltjarnarnesbæjar verður lokað í Þjónustumiðstöðinni frá kl. 10-14 í dag mánudaginn 13. febrúar.
07.02.2023
Dagur leikskólans 6. febrúar
Í tilefni dagsins var starfsfólki bæjarins boðið í heimsókn til að upplifa hefðbundið starf leikskólans. Bæjarstjóri fékk alveg sérstakt og einstaklega fallegt boðskort og lét hann boðið auðvitað ekki framhjá sér fara heldur heimsótti allar deildir eins og fleiri starfsmenn bæjarins.
06.02.2023
Appelsínugul viðvörun frá 6-8 á morgun 7. febrúar.
Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla eða frístundastarf. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum í skólann. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. https://www.vedur.is/vidvaranir
06.02.2023
Lokun kalda vatnsins á Selbraut og Sæbraut frá 13 í dag 6. febrúar
Íbúar á Selbraut og Sæbraut vinsamlegast athugið!
Í dag, mánudaginn 6. febrúar, verður lokað fyrir kalda vatnið vegna viðgerða frá kl. 13.00 og fram eftir degi. Lokunin nær til eftirfarandi húsa:
Selbraut 70-84 og Sæbraut 20-21. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vatnsveita Seltjarnarness. S: 5959 100
01.02.2023
Vetrarhátíð á Seltjarnarnesi Safnanótt & Sundlauganótt
Fjörug dagskrá á Safnanótt bókasafnsins 3. feb. og mikil stemning á Sundlauganótt 4. feb. í sundlauginni. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Vetrarhátíð verður á Seltjarnarnesi 2.-5. febrúar þegar að helstu mannvirki verða lýst upp með norður-ljósagrænum ljósum og fjöldi viðburða í boði fyrir alla fjölskylduna. Ekki láta þig vanta!