Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
03.03.2009

Lægstu fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu

Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 
Öskudagur til gleði og ánægju
25.02.2009

Öskudagur til gleði og ánægju

Nokkrir kynlegir kvistir ráku nefin inn á bæjarskrifstofurnar í dag og sungu, starfsfólki til ómældrar ánægju og hlutu þeir ávexti að launum.
Ragnar Jónsson er nýr formaður félagsmálaráðs Seltjarnarness
23.02.2009

Ragnar Jónsson er nýr formaður félagsmálaráðs Seltjarnarness

Ragnar Jónsson varabæjarfulltrúi hefur tekið við formennsku í félagsmálaráði af Berglindi Magnúsdóttur. Ragnar er 39 ára gamall, giftur og á tvö börn.  Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá árinu 2002, en bjó áður í Vesturbæ Reykjavíkur.
23.02.2009

Samstöðudagur starfsfólks Seltjarnarnesbæjar 2009

Stór hluti starfsfólks Seltjarnarnesbæjar kom saman í Félagsheimilinu á laugardag og vann að samstöðuverkefni sem kallast Samstaða 2009.

Dagur leikskólans 6. febrúar
18.02.2009

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans var haldinn í fyrsta skipti 6. febrúar 2008, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Ákveðið var að halda upp á daginn ár hvert og auka þannig jákvæða umræðu um leikskólann og kynna starfið út á við.
Samræmd viðbrögð þegar skólastarf raskast vegna veðurs
18.02.2009

Samræmd viðbrögð þegar skólastarf raskast vegna veðurs

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur gefið út samræmdar reglur fyrir grunnskóla og foreldra um viðbrögð við því þegar skólastarf á höfuðborgarsvæðinu raskast vegna veðurs og ófærðar.
Ragnheiður Steindórsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarness 2009
16.02.2009

Ragnheiður Steindórsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarness 2009

Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Í ræðu sinni sagði Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness að leikkonan hefði allt það til að bera sem prýtt gæti bæjarlistamann því ,,auk ótvíræðra hæfileika, listræns metnaðar og sannfæringar, þá einkennir einstök vandvirkni hvert hennar verk."
Íþróttamenn Seltjarnarness árið 2008
11.02.2009

Íþróttamenn Seltjarnarness árið 2008

Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson voru kjörin íþróttamenn Seltjarnarness. Kjörið fór fram þriðjudaginn 10. febrúar sl. í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddum fjölda manna og var dagskráin með glæsilegra móti.
Börn hjálpa börnum
05.02.2009

Börn hjálpa börnum

ABC barnahjálp stendur árlega fyrir söfnun þar sem skólabörn safna fyrir nauðstödd börn í öðrum löndum.  Skólinn tekur þátt í söfnuninni með aðstoð 5. bekkinga, því það er öllum hollt að vinna að mannúðarmálum t.d. með því að safna fyrir bágstödd börn.
Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason
29.01.2009

Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að margt gott kæmi frá Seltjarnarnesi og þar væru Fönksveinarnir engin undantekning. Fönksveinarnir eru hljómsveit sem hafa að skipa unga tónlistarmenn sem eru í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
28.01.2009

Skattar hækka ekki á Seltjarnarnesi

Álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sem kunnugt er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,10% í kjölfar ákvörðunar bæjarins um að nýta ekki nýfengna heimild sveitarfélaga til hækkunar útsvarsprósentu í 13,28%.
27.01.2009

Gjaldskrám haldið óbreyttum á Seltjarnarnesi

Engar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2009. Allar gjaldskrár lækka því verulega að raungildi á árinu þar sem þær hafa ekki fylgt verðbólgu sem verið hefur hátt í þriðja tug prósentna undanfarna mánuði.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?