Ársreikningar samþykktir. Stöðugleiki og batnandi afkoma einkennir rekstur bæjarins
Ársreikningur bæjarsjóðs fyrir árið 2003 var samþykktur í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær. Niðurstöðutölur bera með sér að stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma fer batnandi. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun, skuldir og skuldbindingar lækka og veltufjárhlutfall styrkist verulega.
Mötuneyti og skólaþing í haust
Nýverið bauð bæjarstjóri Seltjarnarness foreldraráði Mýrarhúsaskóla til fundar um málefni skólans. Fundurinn var mjög gagnlegur og komu þar ýmsar upplýsingar fram sem varða bæði nemendur og forráðamenn þeirra miklu.
Þrjár stúlkur úr Valhúsaskóla söfnuðu fyrir BUGL.
Þær Telma Björk Wilson, Hildur Björg Gunnarsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir sem eru nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi afhentu í vikunni Barna- og unglingageðdeild Landspítalans veglega peningagjöf sem ætluð er til að auðga tómstundastarf innan stofnunarinnar.
Áætlun um endurbyggingu sundlaugar í tengslum við deiliskipulag
Í langtímaáætlun bæjarstjórnar Seltjarnarness er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurbyggingu sundlaugar á tímabilinu sem nær til 2007. Lykilforsenda framkvæmdanna er að deiliskipulag við Hrólfsskálamel og Suðurströnd gangi eins og áætlað er.
Vel heppnaður Gróttudagur
Á fjórða hundrað manns lögðu leið sína í Gróttu á laugardaginn í tilefni hins árlega fjölskyldudags í Gróttu. Í þetta sinn var umsjón dagsins í höndum kennara í Tónlistarskóla Seltjarnarness og bar dagskráin nokkurn keim af því.
Gróttudagurinn í þriðja sinn á morgun
Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi gengst fyrir fjölskyldudegi úti í Gróttu laugardaginn 17. apríl 2004. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur dagur er haldinn en áhugi á útivist í eyjunni hefur farið vaxandi frá því að sérstakur Gróttudagur var haldinn í fyrsta sinn árið 2002.
Allir námsmenn fá vinnu
Stofnanir og fyrirtæki Seltjarnarnesbæjar ásamt vinnuskóla Seltjarnarness munu fjölga ráðningum ungmenna í sumar eins og undanfarin tvö ár til að bregðast við minna framboði á sumarstörfum fyrir ungt fólk. Markmið stjórnenda bæjarins er að tryggja að allir námsmenn í bænum fái vinnu í sumar. Undanfarin vor hefur verið farið í sambærilegar aðgerðir með góðum árangri. Svipaður umsóknarfjöldi hefur borist bænum nú og í fyrra en þá tókst að finna öllum störf er þess þörfnuðust. Sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ hefur verið fjölgað á síðustu árum og í ár hafa stofnanir og skrifstofur bæjarins lagt áherslu á að ráða ungmenni í sumarafleysingar þar sem því hefur verið komið við. Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Auk þess er reiknað með að á þriðja tug ungmenna fái sumarstörf hjá bænum.
Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi
Hátíðarhöld 17. júní 2004 á Seltjarnarnesi eru í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs og Félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Dagskráin er að venju fjölbreytt. Skrúðganga verður frá Dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13:00 gengið verður frá dælustöð að Hofgörðum framhjá kirkjunni að Eiðistorgi. Hátíðardagskrá hefst á Eiðistorgi kl. 13:30 Að loknu ávarpi formanns ÆSÍS Ásgerðar Halldórsdóttur og fjallkonunnar Sólveigar Guðmundsdóttur taka við atriði í léttari dúr fyrir börnin. Fimleikadeild Gróttu sér um blöðrusölu við Eiðistorg. ___________________________________________________ Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi.
Markaðsdagur í Mýrarhúsaskóla á mánudaginn
Mánudaginn, 7. júní taka foreldrar, nemendur og starfsfólk Mýrarhúsaskóla höndum saman og standa fyrir markaðsdegi til að safna peningum til kaupa á kennsluefni og boltum fyrir vinaskóla þeirra í Monkey Bay í Malaví. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er um þessar mundir að byggja við Namazizi skólann m.a. kennslustofur og bókasafn en skólinn er vinaskóli Mýrarhúsaskóla. Mikill skortur er á kennsluefni í skólum Malaví og því er ætlunin að safna peningum til kaupa á stærðfræðibókum, handbókum, landakortum og síðast en ekki síst boltum til nota í frímínútum.
Vorsýning fimleikadeildar Gróttu
Vorsýning fimleikadeildarinnar var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness miðvikudaginn 19. maí og tókst með ágætum. Hátt í þrjúhundruð iðkendur fimleikadeildarinnar komu fram og sýnu fimi sína við mikinn fögnuð áhorfenda. Að lokinni sýningu var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa.
Ungar Svandísar dafna
Það er líf og fjör á Bakkatjörn þar sem Svandís og maki spóka sig með ungana sína. Pétur Gauti Valgeirsson var á ferðinni við hólmann og náði myndum af fjölskyldunni við tómstundaiðju.
Stemmning hjá Tolla
Listamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnustofu sína í Ísbirninum síðast liðinn laugardag. Þar sýndi hann myndir og bauð upp á menningardagskrá. Lúðrasveit Seltjarnarness gaf tóninn í upphafi dags og síðan tók Selkórinn við. Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson lásu úr bókum og Bubbi Morthens tróð upp og flutti meðal annars Ísbjarnarblúsinn sem var einkar viðeigandi.