Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
12.07.2004

Svandís heim í hreiðrið

Seltirningar hafa vafalaust tekið eftir að Svandís er komin heim á Bakkatjörn ásamt maka sínum 10. árið í röð. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994 og hefur að sögn ekki íhugað að flytja úr bænum síðan.

12.07.2004

Umferðarátak meðal grunnskólanemenda á Seltjarnarnesi vikuna 14.-26. maí. nk.

Eins og undanfarin ár hafa skólanefnd og umferðarnefnd Seltjarnarness, í samráði við Skólaskrifstofu, leik- og grunnskóla, skipulagt umferðarátak meðal nemenda. Dagana 14.-26. maí verður lögð áhersla á umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bjóða nemendum 3.-5. bekkjar upp á kynningu/leiksýningu á Geimálfinum frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi og Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) býður nemendum í 9.-10. bekk í Valhúsaskóla að prófa svokallaðan sleða í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi öryggisbelta. Auk þess verður unnið með umferðina á einn eða annan hátt hjá öllum bekkjardeildum og elstu börnunum í leikskólunum.

12.07.2004

Metþátttaka í Neshlaupinu

Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.

12.07.2004

Vaxandi áhugi á sjósundi

Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.

01.07.2004

Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast

Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna.
28.06.2004

Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda

nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa.
28.06.2004

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- Skuldir lækka og veltufjárhlutfall styrkist

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.

25.06.2004

Hjólabrettamenn á fund bæjarstjóra

Tveir vaskir hjólabrettamenn, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en drengirnir segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmarkaðar á Nesinu.
25.06.2004

Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna

Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur.
16.06.2004

Komið til móts við yngstu Seltirningana

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

09.06.2004

Bæjarhlið rís við Nesveg

Þessa dagana eru framkvæmdir við nýtt bæjarhlið við Nesveg að hefjast. Í fyrrasumar var reist hlið við Eiðisgranda sem vakti mikla athygli og ánægju íbúa Seltjarnarness.

01.06.2004

Vinnuskóli Seltjarnarness, smíðavöllur og matjurtargarðar

Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur 9. júní nk. kl. 20:00 í Íþróttahúsi Seltjarnarnarness. Æskilegt er a foreldra/forráðamaður mæti með börnum sínum við setningu skólans.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?