Svandís heim í hreiðrið
Seltirningar hafa vafalaust tekið eftir að Svandís er komin heim á Bakkatjörn ásamt maka sínum 10. árið í röð. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994 og hefur að sögn ekki íhugað að flytja úr bænum síðan.
Umferðarátak meðal grunnskólanemenda á Seltjarnarnesi vikuna 14.-26. maí. nk.
Eins og undanfarin ár hafa skólanefnd og umferðarnefnd Seltjarnarness, í samráði við Skólaskrifstofu, leik- og grunnskóla, skipulagt umferðarátak meðal nemenda. Dagana 14.-26. maí verður lögð áhersla á umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bjóða nemendum 3.-5. bekkjar upp á kynningu/leiksýningu á Geimálfinum frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi og Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) býður nemendum í 9.-10. bekk í Valhúsaskóla að prófa svokallaðan sleða í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi öryggisbelta. Auk þess verður unnið með umferðina á einn eða annan hátt hjá öllum bekkjardeildum og elstu börnunum í leikskólunum.
Metþátttaka í Neshlaupinu
Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.
Vaxandi áhugi á sjósundi
Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.
Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast
Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- Skuldir lækka og veltufjárhlutfall styrkist
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.
Hjólabrettamenn á fund bæjarstjóra
Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna
Komið til móts við yngstu Seltirningana
Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.