Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
10.01.2018

FARIÐ VARLEGA Í HÁLKUNNI!

Skilyrði á götum og gangstéttum bæjarins eru afar varasöm þessa dagana og því hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru að salta og sanda út um allan bæ en skilyrðin breytast stöðugt. Mælum eindregið með því að fólk nýti sér mannbrodda sem fást um allt um þessar mundir.

03.01.2018

Jólatrén hirt 8. og 9. janúar nk.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 9. janúar.

29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld ásamt flugeldasýningu og fjöldasöng. Sjáumst í hátíðarskapi með hlífðargleraugun og athugið að kveikt verður í brennunni klukkan 20.30.
29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld kl. 20.30

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld ásamt flugeldasýningu og fjöldasöng. Kveikt verður í brennunni klukkan 20.30. Sjáumst í hátíðarskapi með hlífðargleraugun!
29.12.2017

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20.30

Um leið og við óskum Seltirningum öllum gleðilegs nýs árs og færum þakkir fyrir árið sem er að líða vekjum við athygli á því að áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð. Kveikt verður í henni stundvíslega kl. 20.30. Seltjarnarnesbær stendur að vanda fyrir brennunni og flugeldasýningu auk þess að bjóða upp á fjöldasöng undir stjórn Hermanns Arasonar eins og hann hefur gert undanfarin rúm tuttugu ár eða svo. Vekjum einnig athygli á því að Seltjarnarneskirkja er með opið hús frá kl. 20.30-22.30 og býður upp á heitt súkkulaði, smákökur og tónlist. Sjáumst í hátíðarskapi á Valhúsahæð á gamlárskvöld og munum öll eftir hlífðargleraugunum!
22.12.2017

Jóla- og nýjárskveðja

Seltjarnarnarnes bær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

21.12.2017

Bókun bæjarstjórnar tengt umræðu um kynferðislegt ofbeldi

Á fundi bæjarstjórnar 13. desember sl. samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun og vísaði til bæjarráðs til úrvinnslu.

Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

04.12.2017

Seltjarnarnes sigraði Reykjanesbæ í Útsvari 

Seltjarnarnes sigraði Reykjanesbæ með 21 stiga mun, 83-62, í Útsvari Ríkissjónvarpsins sl.föstudag.

Gjöf frá Faxaflóahöfnum
23.11.2017

Gjöf frá Faxaflóahöfnum

Í dag barst Seltjarnarnesbæ vegleg gjöf frá Faxaflóahöfnum, bækurnar "Hér heilsast skipin". Tilefnið var að þann 16. nóvember sl. voru liðin 100 ár frá því að Gamla höfnin var formlega tekin í notkun.
Keilumót bæjarstjórnar og Ungmennaráðs 
21.11.2017

Keilumót bæjarstjórnar og Ungmennaráðs 

Fyrsta keilumót bæjarstjórnar og Ungmennaráðs Seltjarnarness var haldið í Egilshöll þann 20. nóvember sl. Keppt var í tveimur 7 manna liðum og höfðu keppendur undirbúið sig vel fyrir mótið.
Rithöfundakvöld í Bókasafni Seltjarnarness
20.11.2017

Rithöfundakvöld í Bókasafni Seltjarnarness

Hið árlega rithöfundakvöld fer fram í Bókasafni Seltjarnarness kl. 20.00 á morgun þriðjudaginn 21. nóvember.
Velheppnað íbúaþing!
15.11.2017

Velheppnað íbúaþing!

Íbúaþing um þjónustu við fatlað fólk á Seltjarnarnesi og framtíðarsýn í málefnum þess var haldið í Valhúsaskóla laugardaginn 11. nóvember sl
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?