13.06.2024
Útboð á framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar
Seltjarnarnesbær leitar tilboða í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi 2024-2028. Um almennt opið útboð er að ræða sem stendur til kl. 14.00 þann 23. júlí nk.
13.06.2024
Sundlaug Seltjarnarness opnar kl. 9.00 í dag
Vegna bilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness í nótt opna sundlaugin kl. 9.00. Búið er að gera við bilunina en heita vatnið er að ná fullum krafti inn á kerfið aftur.
11.06.2024
Varað við gosmengun og skertum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu
Heilbrigðiseftirlitið hvetur viðkvæma til að gæta sín. Vinnuskólinn fellur niður eftir hádegi í dag vegna þessa.
07.06.2024
17. júní á Seltjarnarnesi hátíðardagskrá frá kl. 10-15
Skrúðganga og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frítt í alla skemmtun og leiktæki. Allir velkomnir á 17. júní! Fögnum saman 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins 17. júní 1944 - 2024.
06.06.2024
Leiðakerfisbreytingar strætó vegna framkvæmda við Hlemm
Leiðakerfi Strætó tekur miklum breytingum vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið víkur tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.
31.05.2024
Bæjarstjórnarfundur 5. júní 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 988. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 5. júní 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
28.05.2024
Grunnskóli Seltjarnarness verður að tveimur sjálfstæðum skólum og nýr skólastjóri ráðinn að Valhúsaskóla
Mýrarhúsaskóli og Valhúsaskóli taka til starfa sem sjálfstæðir skólar þann 1. ágúst næstkomandi þar sem að Kristjana Hrafnsdóttir verður skólastjóri Mýrarhúsaskóla og Helga Þórdís Jónsdóttir tekur við sem skólastjóri Valhúsaskóla.
17.05.2024
Bæjarstjórnarfundur 22. maí 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 987. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 22. maí 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
15.05.2024
Molta í boði fyrir bæjarbúa
Seltjarnarnesbær býður íbúum upp á moltu dagana 15. – 29. maí og verður moltan aðgengileg í gámi við smábátahöfnina til móts við Bakkavör.
06.05.2024
Forsetakosningar 1. júní 2024
Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi almenningi til sýnis frá 6. maí á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2, á opnunartíma skrifstofunnar. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 1. júní er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.