29.04.2010
Grunnskóli Seltjarnarness hefur hlotið Grænfánann
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í Grunnskóla Seltjarnarness var haldið upp á daginn þann 27. apríl og þá tók skólinn á móti Grænfánanum.
28.04.2010
Fjölskyldudagur í Gróttu á fallegum sólardegi í apríl
Fjölskyldudagur Gróttu var haldinn laugardaginn 17. apríl síðastliðinn og var foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness með vöfflukaffi.
16.04.2010
Eftirlit með mögulegu öskufalli á höfuðborgarsvæðinu
Ekki eru líkur á að aska berist til höfuðborgarinnar næstu daga, samkvæmt veðurspám, en neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fylgist grannt með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft á Seltjarnarnesi.
15.04.2010
Samningur um sköpun kennsluvettvangs fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands
Í dag var undirritaður í Nesstofu samningur milli Seltjarnarnesbæjar, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Lækningaminjasafns Íslands um sköpun kennsluvettvangs í Nesi fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
10.04.2010
Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness hlaut verðlaun á uppskeruhátíð tónlistarskóla - Nótunni
Samtök tónlistarskólastjóra, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag tónlistarskólakennara hafa á yfirstandandi skólaári ýtt úr vör uppskeruhátíð tónlistarskóla sem hefur hlotið nafngiftina ”Nótan”.
09.04.2010
Sumarið að koma
Sumarið er farið að láta á sér kræla, sem sést best á blómstrandi vorlaukum við Suðurströnd og smábátahöfnin tilbúin til notkunar
09.04.2010
Anna Harðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Anna Harðardóttir verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.
08.04.2010
Íþróttaskóli leikskólabarna á Seltjarnarnesi
Öllum 5 ára börnum í leikskólum Seltjarnarness er boðið í Íþróttaskóla í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi 1x í viku á vorönn 2010. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á.
31.03.2010
Eldri herrar á Seltjarnarnesi koma saman
Eldri karlar á Seltjarnarnesi funduðu nýverið í Seltjarnarneskirkju. Á fundinum kom fram áhugi fyrir að efla félagslíf meðal eldri manna.
30.03.2010
Mennta- og menningamálaráðherra tekur við SAFT lestrarbókum fyrir börn um jákvæða og örugga netnotkun í leikskólanum Sólbrekku.
Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra afhenti í gær mennta-
og menningarmálaráðherra fyrstu eintök af SAFT lestrarbókum fyrir börn um jákvæða og örugga netnotkun.