Skautasvell á Vallarbrautarvelli
Starfsmenn Áhaldahúss Seltjarnarness hafa í dag verið að gera skautasvell á Vallarbrautarvelli og er svellið tilbúið til notkunar. Reynt verður að halda svæðinu opnu þegar nægt frost er.
Jólastemning á Seltjarnarnesi
Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveita Reykjavíkur um þessa vinnu.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir 2011 samþykkt.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði Guðmundar Magnússonar á fundi bæjarstjórnar í dag, mánudaginn 6. desember. Áætlunin var unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar líkt og gert var fyrir árið 2010.
Málefni fatlaðra til sveitarfélaga
Heildarsamkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, var undirritað 23. nóvember sl. Þjónusta sem ríkið veitir fötluðum samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra færist til sveitarfélaganna þann 1. janúar 2011.
Deiliskipulag v/Bakka- og Lambastaðahverfa samþykkt í bæjarstjórn
Á 724. fundi bæjarstjórnar þann 10. nóvember síðastliðinn voru samþykkt deiliskipulög vegna Bakka- og Lambastaðahverfis.
Seltirningar í góðum málum
Vilhjálmur Lúðvíksson formaður fyrstu stjórnar Urtagarðsins
Líf og fjör í Selinu
Vetrarstarfið Selsins hófst með opnunarballi þann 2. sept. Frábær stemmning var á ballinu enda húsið troðfullt af dansandi unglingum.
Vel heppnaðir tónleikar bæjarlistamanns
20 ára afmæli Selsins.
Haldið var upp á 20 ára afmæli Selsins laugardaginn 30. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins bauð starfsfólk Selsins bæjarbúum til veislu milli klukkan 14:00 og 17:00.