16.03.2010
Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla
Laugardaginn 13. mars fóru fram svæðisbundnir tónleikar á fjórum stöðum á landinu þar sem nemendur á öllum aldri og námsstigum, buðu upp á mjög fjölbreytta tónlistardagská.
12.03.2010
Seltjarnarnesbær innleiðir Google Apps fyrst sveitarfélaga á Íslandi
Innleiðingu á Google Apps hópvinnukerfinu í Grunnskóla Seltjarnarness lýkur á næstunni. Reiknað er með að nemendur geti hafið vinnu í kerfinu um páskaleytið en starfsfólk skólans mun skipta yfir í kerfið við upphaf næsta skólaárs.
11.03.2010
Myndlistarsýning ,,Horft í birtuna" á Bóksafni Seltjarnarness
Í gær miðvikudaginn 10. mars opnaði Þóra Jónsdóttir, skáldkona frá Laxamýri sýningu á olíumálverkum í Eiðisskeri sal Bókasafns Seltjarnarness.
09.03.2010
Ungir sem aldnir í handavinnu á Skólabraut 3-5
Handavinna verður sífellt vinsælli tómstundaiðja enda gagnleg. Í Félagsstarfi á Skólabraut 3-5 er kennd handavinna þar sem ungir sem aldnir prjóna sér sokka eða trefla og sauma töskur, peysur og pils.
09.03.2010
Soffía Guðmundsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Soffía Guðmundsdóttir verið ráðin leikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.
08.03.2010
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs fyrir árið 2010
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs (FMÞ) hefur verið gefin út á vef bæjarins. Áætlunin hefur verið unnin af stjórnendum stofnana sviðsins undir ritstjórn Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa. Áætlunin hefur verið kynnt á fundum skólanefndar og menningarnefndar og lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
05.03.2010
Börn af Sólbrekku í heimsókn hjá bæjarstjóra
Nokkrir kátir krakkar af Sólbrekku komu í heimsókn til bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur í dag.
05.03.2010
Nesstofa tilnefnd til Menningarverðlauna DV
Nesstofa er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009 í flokknum Byggingarlist. Arkitekt er Þorsteinn Gunnarsson og ráðgjafar eru sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Húsafriðunarnefnd.
03.03.2010
Opinn fundur um jafnréttismál.
Jafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í gær, þriðjudaginn 2. mars, í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd.
02.03.2010
Verulegur viðsnúningur í rekstri Strætó bs.
Strætó bs. hagnaðist á síðasta ári um 296 milljónir króna eftir fjármagnsliði, en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum króna. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár og er eigið fé neikvætt í árslok um u.þ.b. 150 milljónir króna, en var neikvætt um 638 milljónir í lok árs 2008.
24.02.2010
Íþróttamenn Seltjarnarnes árið 2009
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness stóð fyrir kjöri á íþróttamönnum Seltjarnarness árið 2009 sem fór fram í gær þriðjudaginn 23. febrúar við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness
18.02.2010
Öskudagur á Bæjarskrifstofum
Á öskudeginum mátti sjá mörg þekkt andlit á bæjarskrifstofunum og var starfsfólki mikið skemmt þegar Michael Jackson í þríriti tók sporið og hnykktist til og frá. Þá voru mættir kúrekar, rapparar, api, Mína mús, kanínur og hundar ásamt mörgum fleiri flottum öskudagsfígúrum sem sungu og dönsuðu.