Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 13. maí
09.05.2006

Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 13. maí

Laugardaginn 13. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem nú er haldið í 18. sinn. Neshlaupið nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara.
Fjölskyldustefnu dreift á hvert heimili
08.05.2006

Fjölskyldustefnu dreift á hvert heimili

Fjölskyldustefnunni sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn verður dreift á hvert heimili í bæjarfélaginu í þessari viku. Í stefnunni eru sett fram markmið um hvernig stuðla skuli að fjölskylduvænu samfélagi sem þjóni og taki mið af þörfum íbúanna.
Fjölskyldudagurinn í Gróttu tókst afbragðs vel.
04.05.2006

Fjölskyldudagurinn í Gróttu tókst afbragðs vel.

Margir lögðu leið sína út í Gróttu á fjölskyldudaginn 30. apríl s.l. Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan stóðu fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 30. apríl.
Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu
03.05.2006

Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum.
02.05.2006

Efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag hafnarsvæðis

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina.
02.05.2006

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2005 á fundi sínum hinn 27. apríl síðast liðinn. Ársreikningurinn ber með sér að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins.
Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn
26.04.2006

Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn

Vefur Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, fékk á dögunum vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá og Öryrkjabandalags Íslands um að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hlýtur vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsti vefurinn á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að ná þeim áfanga.
Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða
25.04.2006

Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýja heildstæða skólastefnu sem nær til leik- grunn- og tónlistarskóla. Rætur stefnunnar má rekja til fjölmenns skólaþings bæjarins er haldið var síðast liðið haust. Á þinginu var rætt um hvað felst í hugtakinu góður skóli og voru niðurstöður þingsins lagðar til grundvallar við mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes sem jafnframt markar skýran ramma um skólastarf í bænum.
Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun
21.04.2006

Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun

Í dag hefst vorhreinsun í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni komu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu saman á miðju höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið í Goðalandi 11 í Reykjavík, og tóku til við hin árvissu vorkverk garðeigenda.
21.04.2006

Seltirningum heldur áfram að fækka

Seltirningum fækkaði um 77 á síðasta ári. Það er fimmta árið í röð sem íbúum bæjarins fækkar. Seltirningar voru flestir árið 1998 en þá voru bæjarbúar 4.698. Þann 31. desember síðast liðinn voru Seltirningar hins vegar 4.471 eða litlu fleiri en í árslok 1993.
Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg
21.04.2006

Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg

Bæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex
Seltjarnarnes í tölum
19.04.2006

Seltjarnarnes í tölum

Á heimasíðu eru komnar tölur úr skýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004. Í tölunum má sjá að skatttekjur bæjarsjóðs/A-hluta (á árslokaverðlagi 2004) hækkuðu um 120% á árunum 1994 - 2004 eða úr 138 þús. kr.í 303 þús. kr.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?