09.02.2006
Bein útsending frá kynningu á opnu ljósleiðaraneti
Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
07.02.2006
Athugasemd frá skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar
Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.
02.02.2006
Vorverkin hafin
Veðrið hefur leikið við Seltirninga líkt og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarnar vikur. Hlýindin að undanförnu hafa einnig gert það að verkum að fjölær blóm og trjágróður hefur byrjað að springa út.
31.01.2006
Tilraun um hverfavörslu skilar frábærum árangri
Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var samið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum.
30.01.2006
Leikskólabörn heimsækja Mýrarhúsaskóla
Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.
27.01.2006
Hugmyndafræði Seltjarnarness kynnt á UT-deginum
Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.
27.01.2006
Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar
Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 25. janúar s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi.
24.01.2006
Þorra fagnað í leikskólum bæjarins
Á bóndadaginn, 20. janúar sl, voru haldin vegleg þorrablót í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku. Kokkurinn og hans lið reiddu fram dýrindis þorramat.
23.01.2006
Nemandi úr Mýrarhúsaskóla tryggir sér þátttökurétt á Norðurlandamótið í skólaskák
Friðrik Þjálfi Stefánsson, nemandi í 4. – B í Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Finnlandi 17.-19. febrúar nk.
23.01.2006
Frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær, 18. janúar, var samhljóða samþykkt tillaga meirihlutans um enn frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru umtalsvert lægri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að fasteignir í bæjarfélaginu hækki hvað mest í nýju fasteignamati.