Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu.
19.04.2006

Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu.

Leikskólinn Mánabrekka hlaut 400 þúsund króna styrk til verkefnisins: Náttúran - uppspretta sköpunar og gleði. Menntamálaráðuneytið auglýsti styrki til þróunarverkefna fyrir leikskóla. Tuttugu og fimm leikskólar sóttu um styrki til hinna ýmsu verkefna.
Ingveldur Viggósdóttir færir Leikskólanum Sólbrekku glerlistaverk
18.04.2006

Ingveldur Viggósdóttir færir Leikskólanum Sólbrekku glerlistaverk

Ingveldur Viggósdóttir listakona, sem á tvö barnabörn í Sólbrekku, færði leikskólanum 4 glerlistaverk að gjöf. Listaverkin voru hengd í glugga í tengigangi leikskólans og setja þau fallegan svip á leikskólann bæði innan dyra og utan.
Kvenfélagið Seltjörn gefur Seltjarnarneskirkju glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur
14.04.2006

Kvenfélagið Seltjörn gefur Seltjarnarneskirkju glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur

í hátíðarguðþjónustu kl. 8:00 á páskadagsmorgun verður afhjúpað glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur. Listaverkið er þrískipt og verður staðsett í gluggum anddyri kirkjunnar.
Nýtt nafn á Slysvarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi
13.04.2006

Nýtt nafn á Slysvarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur skipt um nafn og heitir deildin núna Slysavarnadeildin Varðan. Á síðasta ári kom fram sú tillaga að breyta nafninu í samræmi við merki deildarinnar en Varðan hefur alltaf verið í merki deildarinnar.
12.04.2006

Verðlaun í getraun Vistverndar í verki

Í Bókasafni Seltjarnarness var sett upp sýning á vegum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki - vistvænn lífsstíll. Sýningin stóð frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Í tengslum við sýninguna var gestum boðið að taka þátt í getraun sem snerist um ýmsa þætti er varða umhverfið og náttúruna.
Sif Pálsdóttir úr Gróttu Norðurlandameistari í fimleikum
11.04.2006

Sif Pálsdóttir úr Gróttu Norðurlandameistari í fimleikum

Sif Pálsdóttir náði frábærum árangri á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum sem haldið var um síðustu helgi í Versölum, fimleikahúsi Gerplu, en hún er fyrst íslenskra kvenna til þess að hampa Norðurlandameistaratitili í fjölþraut kvenna í fimleikum.
Nemendur í Smáraskóla í Kópavogi heimsækja Gróttu
11.04.2006

Nemendur í Smáraskóla í Kópavogi heimsækja Gróttu

Nemendur í 6. bekk í Smáraskóla, ásamt 3 kennurum sínum, hjóluðu í síðustu viku úr Kópavogi út á Seltjarnarnes og gistu í Fræðasetrinu í Gróttu. Þessi ferð er liður í útivist og umhverfisvitund nemenda Smáraskóla og er orðin fastur liður í ferðadagskrá 6. bekkinga.
Afreksfólk í stærðfræði í heimsókn hjá bæjarstjóra
06.04.2006

Afreksfólk í stærðfræði í heimsókn hjá bæjarstjóra

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi bauð á dögunum sigurvegurum stærðfræðikeppni grunnskólanema í heimsókn ásamt skólastjóra og stærðfræðikennara krakkanna.
Upplýsingavefur um fuglaflensu opnaður
03.04.2006

Upplýsingavefur um fuglaflensu opnaður

Bæjar- og borgarstjórar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiða samstarf er auðveldi íbúum svæðisins að nálgast upplýsingar og fræðast um fuglaflensu og rétt viðbrögð í tengslum við hana.
Tónlistarskóli Seltjarnarness setur upp söngleikinn „The Commitments“
30.03.2006

Tónlistarskóli Seltjarnarness setur upp söngleikinn „The Commitments“

Tónlistarskóli Seltjarnarness í samvinnu við elstu meðlimi lúðrasveitarinnar hafa á undanförnum vikum verið við æfingar á söngleik undir stjórn leikaranna Atla Þórs Albertssonar og Bryndísar Ásmundsdóttur.
Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2005 eru Eva Hannesdóttir og Kári Steinn Karlsson
27.03.2006

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2005 eru Eva Hannesdóttir og Kári Steinn Karlsson

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 2.mars s. l. og var fjölmenni saman komið að því tilefni í félagsheimili Seltjarnarness. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi.
Sif Pálsdóttir úr Gróttu er Íslandsmeistari í áhaldafimleikum kvenna árið 2006
20.03.2006

Sif Pálsdóttir úr Gróttu er Íslandsmeistari í áhaldafimleikum kvenna árið 2006

Laugardaginn 18. mars varð Sif Pálsdóttir (Gróttu) Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna. Hún sigraði með glæsibrag og hampar nú þessum titli í fimmta sinn.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?