22.06.2005
Hjólabrettavöllur á opnaður Seltjarnarnesi
Iðkendur hjólabretta- og línuskautaíþrótta fengu langþráða aðstöðu til æfinga á Seltjarnarnesi á dögunum þegar nýr hjólabrettagarður var opnaður við Suðurströnd á dögunum.
22.06.2005
Myndlykill kominn út.
Seltjarnarnesbær gaf á dögunum út Myndlykil þar sem finna má umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins. Í bókinni fjallar Dr. Ásdís Ólafsdóttir um verkin en textinn er byggður á pistlum er birst hafa á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
22.06.2005
Skyndihjálparnámskeið fyrir alla Seltirninga
Seltjarnarnesbær stóð á dögunum fyrir námskeiði í fyrstu hjálp í samstarfi við Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði í fyrstu hjálp hvað gera skal þegar komið er að slysi eða þegar óhöpp eiga sér stað.
22.06.2005
Grunnskólakennarar á Seltjarnarnesi fá fartölvu til afnota
Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að útvega öllum grunnskólakennurum sem kenna við skóla bæjarins fartölvur frá og með næsta hausti. Eðli kennslustarfsins er að mati bæjaryfirvalda með þeim hætti að kennarar munu hafa verulegt gagn af þeim sveigjanleika sem fartölvur skapa.
20.06.2005
Nýtt útilistaverk vígt á Seltjarnarnesi
Á dögunum vígðu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og formaður menningarnefndar bæjarins, Sólveig Pálsdóttir, nýtt útilistaverk með því að dýfa í það fótum. Verkið sem er eftir Ólöfu Nordal og nefnist Kvika, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd.
16.06.2005
Sparkvöllur rís við Snægerði
Framkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði. Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.
16.06.2005
Bæjarbúum boðið til morgunverðar
Um 600 Seltirningar mættu í morgunverð á Eiðistorgi sem menningarnefnd bæjarins bauð til í tengslum við menningarhátíð 10.-12. júní.
10.06.2005
Kynningargögn vegna íbúakosninga um skipulagsmál
Kynningargögn vegna íbúakosninga 25. júní verða borin í öll hús á Seltjarnarnesi laugardaginn 11. juní n.k.
09.06.2005
Nemendur Mýrarhúsaskóla gróðursetja í Bolaöldu
Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í gróðusetningarferð á landsvæði Seltjarnarnesbæjar við Bolaöldu austan Sandskeiðs föstudaginn 3. júní s.l.
03.06.2005
Sumaropnunartími á bæjarskrifstofum Seltjarnarness
Yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst verða bæjarskrifstofur Seltjarnarness opnar sem hér segir:
Mánudaga til miðvikudaga kl. 8:45 - 16:00 Fimmtudaga kl. 8:45 - 17:00 Föstudaga kl. 8:45 – 14:00
03.06.2005
Menningarhátíð á Seltjarnarnesi
Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 9. - 12 júní n.k. Á dagskrá hátíðarinnar sem einkennist af fjölbreytni og virkri þáttöku Seltirninga ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
27.05.2005
Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.
Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2005. Í móttöku sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu tók formaður foreldrafélagsins, Sjöfn Þórðardóttir, á móti viðurkenningu fyrir hönd stjórnarinnar frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.