24.10.2005
Selið 15 ára
Fimmtudaginn 27. október verður haldað upp á 15 ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Að því tilefni er bæjarbúum boðið til fagnaðar í Selinu milli klukkan 17:00 og 19:00.
21.10.2005
Tilraunaverkefni um hverfagæslu á Seltjarnarnesi
Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur bæjarfélagið samið við Securitas um hverfagæslu á Seltjarnarnesi í því skyni að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Tilraunaverkefnið er nýmæli hér á landi og er unnið í samstarfi við lögreglu og dómsmálaráðuneyti.
21.10.2005
Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli
Í gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Unnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006.
20.10.2005
Opið gagnaflutningsnet besta leiðin til að tryggja jafnræði
Fulltrúum Seltjarnarnesbæjar var í haust boðin þátttaka á alþjóðlegri ráðstefnu Cisco Systems um framtíðarsýn svæða-, borgar og bæjarstjórna um framtíðarmöguleika internettækni í tengslum við opinbera stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.
19.10.2005
Vel heppnaður skipulagsdagur
Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
18.10.2005
Skipulagsdagur á Eiðistorgi
Í dag milli klukkan 16 og 21 munu ráðgjafar og fulltrúar frá skipulags- og mannvirkjanefnd verða á Eiðistorgi og taka við ábendingum og svara fyrirspurnum varðandi tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
17.10.2005
Heimili á Seltjarnarnesi tengd internetinu yfir ljósleiðara OR
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu.
13.10.2005
Fjölsótt skólaþing
Alls sótti á þriðja hundrað manns vel heppnað skólaþing í húsnæði Valhúsaskóla í gær. Á þinginu voru meðal annars lögð drög að framtíðarumgjörð um skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskóla bæjarins.
12.10.2005
Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi
Samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð.
10.10.2005
Heitur reitur á Bókasafni Seltjarnarness
Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.