14.07.2020
Ágústnámskeið Seltjarnarnesbæjar og Gróttu - skráning í gangi
Vekjum athygli á sumarnámskeiðunum sem verða í ágúst á vegum Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Nánari upplýsingar og skráning er hér: https://grotta.is/almennt/agust-namskeid-seltjarnarnesbaejar-og-grottu-2020/
13.07.2020
Heimkomusmitgát vegna Covid-19 frá og með 13. júlí
Nú hefur Heilbrigðisráðherra sett nýjar reglur og leiðbeiningar varðandi heimkomusmitgát vegn Covid-19 sem fólk er hvatt til að kynna sér: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42089/Lei%C3%B0beiningum%20um%20heimkomusmitg%C3%A1t%2013.07.2020.pdf
10.07.2020
Unnið að lagfæringu og endurheimt fjörunnar við Kisuklappir og útilistaverkið Bollastein eftir Ólöfu Nordal
Ráðist hefur verið í verkefnið í framhaldi af mikilvægum ábendingum Ólafar um að umhverfið í kringum Kisuklappir væri stórkostlega breytt og að listaverkið ekki lengur eins og það ætti að sér að vera.
10.07.2020
Unnið að endurnýjun klæðningar og glers á viðbyggingu Mýrarhúsaskóla í sumar
Viðbyggingin var reist árið 1990 og teiknuð af Dr. Magga Jónssyni arkitekt. Verkefnið nú er afar umfangsmikið en bæði gula og gráa klæðningin verður endurnýjuð sem og gler.
08.07.2020
Reglur fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa verið birtar á vef Stjórnartíðinda
Á vef Stjórnartíðinda má nú sjá reglur sem gefnar voru út þann 29. júní er varða sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=3614e48a-3363-494e-bb97-754c20eb6751
08.07.2020
Hús Heilsugæslunnar, Tónlistarskólans og Selsins málað
Það er mikið um framkvæmdir og viðhald á vegum Seltjarnarnesbæjar um þessar mundir enda er sumarið tíminn. Nýverið var lokið við að mála Suðurströnd 12 og kemur það afar vel út.
07.07.2020
Uppskipting í sóttvarnahólf er sóttvarnaráðstöfun og ein af leiðunum til að takmarka útbreiðslu Covid19 á Íslandi
Sóttvarnalæknir gaf út minnisblað vegna sóttvarnahólfa og leiðbeiningar sem eiga við allar hólfaskiptingar innan- og utandyra sem almenningur er hvattur til að virða. Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni og miðast nú við 500 manns.
07.07.2020
Fyrirhugaðar framkvæmdir á sjóvarnargörðum við Eiðsgranda í haust munu kalla á tímabundna lokun akreinar
Reykjavíkurborg hyggst endurgera sjóvarnargarða við Eiðsgranda og stefnir á þær framkvæmdir nú í haust. Framkvæmdarsvæðið nær frá dælustöð að hringtorgi við Ánanaust.
03.07.2020
Fyrirkomulag innheimtu vegna áskriftar að mat og ávöxtum við leik- og grunnskóla Seltjarnarness eftir sumarfrí
Eftir sumarfrí mun Skólamatur ehf., sjá um framleiðslu og framreiðslu matar og ávaxta fyrir Leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og fyrir bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.
30.06.2020
Breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks
Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 ár. Um mánaðamótin mun þjónustan verða aðskilin frá starfsemi Strætó og skipt verður um nafn, útlit og skipulag.