COVID-19: Fjöldamörk úr 50 í 200 manns og fleiri tilslakanir frá og með mánudeginum 25. maí
Nýr samfélagssáttmáli til að tryggja áframhaldandi góðan árangur í baráttunni gegn Covid19
Upplýsingahópur almannavarna hefur gefið út samfélagssáttmála þar sem fólk er hvatt áfram og að taka höndum saman til að tryggja áframhaldandi góðan árangur í baráttunni gegn Covid-19. https://www.covid.is/samfelagssattmali
Verkfalli aflýst er Efling og SÍS sömdu í nótt. Skólastarf hefst í dag samkvæmt fyrirkomulagi í tilkynningu skólastjórnenda fyrir helgi.
Sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Golfklúbbs Ness sumarið 2020
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið barna á vegum Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Golfklúbbs Ness sumarið 2020. Hér má sjá yfirlit yfir námskeið í boði: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/sumarnamskeid/
Röskun á skólahaldi Grunnskóla Seltjarnarness vegna verkfalls Eflingar
Verkfall Eflingar hófst á hádegi í dag þriðjudaginn 5. maí
Bókasafn Seltjarnarness opnar aftur með takmörkunum þann 4. maí nk.
Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí verður unnt að opna Bókasafn Seltjarnarness aftur en þó að teknu tilliti til strangra tilmæla sóttvarnalæknis er varðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Sjá nánar:
Stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaga - leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí
Fjöldatakmörkun - Leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi þann 4. maí.
Velferðarþjónusta - Leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna Covid-19 sem taka þann 4. maí.
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga. Sjá nánar:
Skóla- og frístundastarf - viðmið er snúa að tilslökunum frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí.