Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
05.10.2020

Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar frá 5. október vegna Covid19 t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu 

Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
04.10.2020

Neyðarstig almannavarna virkjað vegna Covid19 og breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald frá 5. október 

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Meginreglan miðast við 20 manna fjöldatakmörkun,
04.10.2020

Skrifað undir stofngögn Betri samgangna ohf. og félagið sett á fót

Félaginu er ætlað að hafa yfirumsjón með framkvæmdum  vegna uppbyggingar samgangna í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna hér:

http://ssh.is/frettir/opinbert-hlutafelag-stofnad-um-uppbyggingu-samgonguinnvida

Viðbyggingin við Valhúsaskóla nýmáluð og lóðin öll snyrt
30.09.2020

Viðbyggingin við Valhúsaskóla nýmáluð og lóðin öll snyrt

Viðbyggingin við Valhúsaskóla hefur nú fengið mikla upplyftingu en húsið var lagað og málað nú í september. Að auki var svæðið allt í kring hreinsað og gert huggulegt fyrir nemendur, starfsfólk sem og vegfarendur almennt.
Ný könnun Rannsókna og greiningar á högum og líðan ungmenna í 8., 9. og 10. bekk komin út
30.09.2020

Ný könnun Rannsókna og greiningar á högum og líðan ungmenna í 8., 9. og 10. bekk komin út

Samstarfshópur um vímuvarnir á Seltjarnarnesi kom saman í gær þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu hélt kynningu á niðurstöðum nýjustu könnunar á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9. og 10 bekk.
23.09.2020

Ný fráveitulögn verður lögð í Lindarbraut áður en hún verður malbikuð

Í ljósi tafa á malbikunarframkvæmdum á Lindarbraut vegna óhagstæðs tíðarfars var ákveðið að nýta tækifærið og setja nýja þrýstilögn fyrir skólp áður en malbikun hefst. Undirbúningur og framkvæmd við þrýstilögnina hefst í dag.

22.09.2020

Skólahald í Valhúsaskóla miðvikudaginn 23.september í ljósi covid-19 smits

Skólahald skv. stundaskrá á morgun hjá 7., 8. og 10. bekk en eftir samráð við smitrakningarteymið er niðurstaðan sú að nemendur í 9. bekk ásamt 6 kennurum verða í úrvinnslusóttkví meðan að málið er rannsakað betur.

 
22.09.2020

Smit í Valhúsaskóla - allir nemendur sendir heim í varúðarskyni 

Upp hefur komið smit hjá nemanda í Valhúsaskóla. Í varúðarskyni var skóli felldur niður í dag og allir nemendur sendir heim á meðan smitrakningarteymið finnur út tengsl og hversu víðtæk áhrifin verða á skólastarfið.

14.09.2020

Íbúar hvattir til að vara sig á Risahvönninni

Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar biðlar til íbúa að fara varlega í kringum þessar plöntur en Bjarnakló og Húnakló mynda eiturefni þannig að safi úr þeim getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða UV-geislum. 

Grenndargámar á Eiðistorgi fjarlægðir vegna slæmrar umgengni
11.09.2020

Grenndargámar á Eiðistorgi fjarlægðir vegna slæmrar umgengni

Íbúum er bent á að nýta sér Endurvinnslustöð Sorpu við Fiskislóð sem er opin alla daga frá kl. 12.00-18.30.
09.09.2020

Seltjarnarnesbær endurskoðar ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur nú farið vandlega yfir stöðu mála og tekið ákvörðun um að halda áfram niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna. Sjá nánar:

07.09.2020

Rýmri samkomutakmarkanir tóku gildi í dag 7. september

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð vegna Covid-19 sem felur m.a. í sér að fjöldatakmörkun miðast nú við 200 manns og nálægðarreglu hefur verið breytt úr 2 metrum í 1 metra.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?