Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar frá 5. október vegna Covid19 t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu
Neyðarstig almannavarna virkjað vegna Covid19 og breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald frá 5. október
Skrifað undir stofngögn Betri samgangna ohf. og félagið sett á fót
Félaginu er ætlað að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna hér:
http://ssh.is/frettir/opinbert-hlutafelag-stofnad-um-uppbyggingu-samgonguinnvida
Viðbyggingin við Valhúsaskóla nýmáluð og lóðin öll snyrt
Ný könnun Rannsókna og greiningar á högum og líðan ungmenna í 8., 9. og 10. bekk komin út
Ný fráveitulögn verður lögð í Lindarbraut áður en hún verður malbikuð
Í ljósi tafa á malbikunarframkvæmdum á Lindarbraut vegna óhagstæðs tíðarfars var ákveðið að nýta tækifærið og setja nýja þrýstilögn fyrir skólp áður en malbikun hefst. Undirbúningur og framkvæmd við þrýstilögnina hefst í dag.
Skólahald í Valhúsaskóla miðvikudaginn 23.september í ljósi covid-19 smits
Skólahald skv. stundaskrá á morgun hjá 7., 8. og 10. bekk en eftir samráð við smitrakningarteymið er niðurstaðan sú að nemendur í 9. bekk ásamt 6 kennurum verða í úrvinnslusóttkví meðan að málið er rannsakað betur.
Smit í Valhúsaskóla - allir nemendur sendir heim í varúðarskyni
Upp hefur komið smit hjá nemanda í Valhúsaskóla. Í varúðarskyni var skóli felldur niður í dag og allir nemendur sendir heim á meðan smitrakningarteymið finnur út tengsl og hversu víðtæk áhrifin verða á skólastarfið.
Íbúar hvattir til að vara sig á Risahvönninni
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar biðlar til íbúa að fara varlega í kringum þessar plöntur en Bjarnakló og Húnakló mynda eiturefni þannig að safi úr þeim getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða UV-geislum.