12.08.2013
„Ný sjónarhorn á nám og færniþróun og þýðingu þeirra fyrir skóla“
Á opnum fyrirlestri um skólamál í sal Mýrarhúsaskóla fimmtudaginn 15. ágúst kl. 16:15 fjallar Hermundur Sigmundsson prófessor um ný sjónarhorn á nám og færniþróun og þýðingu þeirra fyrir skóla.
01.08.2013
Slíjm sf. býður gestum í heitt þarabað og undirtóna hafsins í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunarmannahelgina
Slíjm sf. býður gestum í heitt þarabað og undirtóna hafsins í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunarmannahelgina.
26.07.2013
Kríuvarpinu stafar ógn af andabrauðinu
Á Seltjarnarnesi er nú hafið kerfisbundið átak sem felst í verndun kríuvarpsins og fækkun máva yfir hávarptímann, en mávurinn hefur verið skæður gestur í varplandinu í sumar. Undanfarnar vikur hafa fjölmargir aðilar komið að máli við Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra á Seltjarnarnesi og óskað eftir því að allra leiða verði leitað til að sporna við mávinum, sem hefur verið ágengari þetta sumarið. Kríuvarp þykir hafa tekist vel þetta árið og allt útlit fyrir að krían hafi nægilegt æti og því er dapurlegt að horfa upp á eyðileggingu þess af hálfu vargsins.
18.07.2013
Nikkuball við Gaujabúð
Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir harmonikkuballi við Gaujabúð á Seltjarnarnesi. Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson lék á nikkuna fyrir gesti og gangandi
02.07.2013
Ábendingar vegna vinnu við deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða
Kynning á forsendum og lýsingu við gerð deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða
27.06.2013
Smávélar í stað hefðbundinna tölva
Seltjarnarnesbær hefur samið við Nýherja um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarins til næstu fimm ára. Nýherji mun annast rekstur upplýsingakerfa bæjarins.
27.06.2013
Kríuvarpið betra en undanfarin ár
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 27. júní að kríuvarpið á Seltjarnarnesi sé nú með besta móti miðað við undanfarin ár.
27.06.2013
Dreifing á pappírstunnum að hefjast
Nú hefur verið hafist handa við að setja saman nýju pappírstunnunar og er markmiðið að hefja dreifingu á þeim mánudaginn 1. júlí. Dreifingin sjálf tekur ekki meira en 3 vikur.