16.02.2022
Tafir hafa orðið á sorphirðu vegna veðurs og snjóþunga
Terra hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að tafir hafa orðið á losun í vikunni vegna veðurs en losun byrjar á morgun. Íbúar eru beðnir að moka snjó frá tunnunum og tryggja gott aðgengi.
14.02.2022
COVID-19: Afnám sóttkvíar, fjöldatakmörk í 200 manns, 1.000 manna viðburðir heimilaðir o.fl.
Ný reglugerð og tilslakanir hafa verið kynntar en þær helstu eru: Sóttkví hættir, fjöldatakmarkanir fara frá 50 og í 200 og skólareglugerð er afnumin. Grímuskylda helst þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu.
11.02.2022
Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuðborgarsvæðinu
Seltjarnarnesbær tilheyrir nú HEF Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Öll umsjón með hundahaldi flyst til Heilbrigðiseftirlitsins sömuleiðis.
07.02.2022
Leikskólar opna kl. 13 í dag og frístundastarf kl. 13.20
Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvar hefst á sínum hefðbundnu tímum á höfuðborgarsvæðinu þ.m.t. hér á Seltjarnarnesi.
06.02.2022
Athugið! Rauð og appelsínugul veðurviðvörun mánudaginn 7. febrúar á höfuðborgarsvæðinu.
Gert er ráð fyrir miklu aftakaveðri í nótt og á morgun. Veðurstofan hefur gefið út hæsta stig veðurviðvarana. Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum, gera ráðstafanir og festa lausa muni. https://www.vedur.is/vidvaranir
06.02.2022
Rauð viðvörun og hættustig almannavarna vegna aftakaveðurs á morgun mánudaginn 7. febrúar
Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni og reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður utan lágmarksmönnunar vegna neyðarþjónustu, löggæslu o.þ.h. Sundlaug og íþróttamiðstöð verða lokaðar til hádegis.
03.02.2022
Vetrarhátíð 2022
Í tilefni Vetrarhátíðar á höfuðborgarsvæðinu 3.-6. febrúar lýsum við upp Gróttuvita, Seltjarnarneskirkju o.fl. í norðurljósagrænum lit og hvetjum íbúa til að njóta útiveru, ljósa og útilistaverka.
01.02.2022
Samræmd sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu
Gefnar hafa verið út tillögur starfshóps að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu sem kallað hefur verið eftir og yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa.
28.01.2022
Matthildur Óskarsdóttir og Sigvaldi Eggertsson íþróttamaður Seltjarnarness 2021 í kvenna- og karlaflokki.
Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur nú farið fram og var það í 29. skipti en það var fyrst haldið árið 1993 að auki voru veitt ýmiss önnur verðlaun til öflugs íþróttafólks á Seltjarnarnesi.
28.01.2022
COVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar.