25.03.2022
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022
Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness,
23.03.2022
Uppfært sorphirðudagatal 2022
Terra reyndist nauðsynlegt að uppfæra sorphirðudagtal aftur til að ná að koma öllu á rétt ról eftir áhrif veðursins undanfarið. Hér má sjá hvernig dagatal ársins 2022 lítur nú út.
23.03.2022
Íbúaþing um skólamál á Seltjarnarnesi þann 2. apríl nk.
Seltjarnarnesbær býður til íbúaþings um endurskoðun menntastefnu bæjarins í Valhúsaskóla laugardaginn 2. apríl kl. 10:00 - 12:00. Skráning fer fram með tölvupósti á postur@seltjarnarnes.is
23.03.2022
Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022
Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022 bæði fjölbreytt störf fyrir 18 ára og eldri en einnig fyrir ungmenni í vinnuskólann.
07.03.2022
ÚTBOÐ - Malbiksyfirlögn Nesvegar
Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í malbiksyfirlögn á Nesveg á Seltjarnarnesi. Afhending útboðsgagna fer fram rafrænt www.utbodsgatt.is/seltjarnarnes/Nesvegur_2022 Verkinu öllu skal að fullu lokið 12. maí 2022.
04.03.2022
Sorphirðudagatal ársins 2022 hefur verið uppfært
Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á sorphirðu vegna ófærðarinnar að undanförnu hefur Terra uppfært dagatalið og áætlar að ná að vinna upp tafirnar fyrir lok mars. Sjá nánar:
02.03.2022
SALT OG SANDUR FYRIR ÍBÚA AÐ SÆKJA SÉR
Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar um Seltjarnarnesið. Íbúum er frjálst að taka salt úr þeim til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1 er einnig hægt að ná sér í sand.
25.02.2022
Appelsínugul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag 25. febrúar
Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi en veðrið verður hvað verst um það leiti. Sjá nánar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
23.02.2022
COVID-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum tekur gildi föstudaginn 25. febrúar
Gerðar hafa verið breytingar varðandi pcr próf en jákvæð hraðgreiningarpróf á heilsugæslu munu nægja til staðfestingar á covid-19. Einangrun verður ekki lengur skylda en fólk með einkenni verður áfram hvatt til að dvelja í einangrun en einkennalausir / litlir fari eftir leiðbeiningum um smitgát.
22.02.2022
Appelsínugul viðvörun í gildi frá kl. 06:00-10:00 í dag 22. febrúar
Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum í skólann.https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
21.02.2022
RAUÐ veðurviðvörun í dag/kvöld og appelsínugul sitthvoru megin við
Foreldrar gæti að börnin komist heil heim úr skóla og
frístundastarfi. Íbúar gæti að öllum lausamunum og
að hreinsa frá niðurföllum s.s. á plönum og í botnlöngum en gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og hláku. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar eru á ferðinni að opna niðurföll og hálkuverja.
21.02.2022
Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.