17.05.2022
Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness er dagana 16. - 20. maí
Sundlaug Seltjarnarness verður lokuð vegna árlegs viðhalds,
hreinsunar, skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs starfsmanna dagana 16.-20. maí nk. Sundlaugin opnar aftur laugardaginn 21. maí.
16.05.2022
Nýr skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness ráðinn
Kristjana Hrafnsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2022.
15.05.2022
Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi þann 14. maí 2022
Á kjörskrá voru 3.473. Atkvæði greiddu 2.532. Kjörsókn 73%
12.05.2022
Sumarnámskeið fyrir börn á Seltjarnarnesi sumarið 2022
Fjölbreytt sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins eru í boði og fer öll skráning fram í gegnum Sportabler.
12.05.2022
Vegagerðin fínstillir skynjara umferðaljósanna
Vegfarendur eru beðnir að sýna þolinmæði á gatnamótunum en gert er ráð fyrir að stillingunni ljúki á morgun föstudag.
10.05.2022
Fréttir af Félagsheimilinu - endurbætur í góðum gangi
Félagsheimilið var vígt árið 1971 hefur ætíð skipað sérstakan sess í hjörtum okkar Seltirninga enda þjónað okkur og öðrum á afar fjölbreyttan hátt í þessi 50 ár. Viðhaldsþörfin var orðin brýn en löngu tímabærar endurbætur standa yfir.
06.05.2022
Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022
Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9:00 til kl. 22:00 í Valhúsaskóla við Skólabraut. Flokkun og undirbúningur talningar fer fram á sama stað og hefst kl. 19:00 þann 14. maí 2022.Talning hefst svo fljótt sem verða má að kjörfundi loknum kl. 22:00.
05.05.2022
Nýr flygill keyptur í sal Tónlistarskólans
Ákveðið hefur verið að kaupa nýjan konsertflygil fyrir Tónlistarskólann 30 árum eftir að sá síðasti var keyptur en hann er orðinn mjög slitinn. Víkingur Heiðar mun ráðleggja og aðstoða við valið á nýju hljóðfæri.
03.05.2022
Varptíminn er hafinn! Sumarlokun í Gróttu og hundabann á Vestursvæðunum
Ferðabann um friðlandið við Gróttu hefur tekið gildi og stendur frá 1. maí - 31. júlí. Hundabann gildir á sama tíma á Vestursvæðunum og kattaeigendur hvattir til að setja bjöllur á sína ketti og/eða halda þeim innandyra.
03.05.2022
Sveitastjórnarkosningar 2022 - Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum á 2. hæð