Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
13.02.2020

Farsæl Öldrun - fjölmennur kynningarfundur á vegum Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hélt þriðjudaginn 11. febrúar fjölmennan kynningarfund á verkefninu Farsæl öldrun. Tilefnið var að Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa eru að taka höndum saman og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. 

06.02.2020

Fundir og reglulegt upplýsingastreymi SHS við neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar vegna kórónaveirunnar

Í ljósi þess óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (2019-nCoV) funduðu fulltrúar Almannavarnanefndar SHS í vikunni með neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar sem fær reglulega upplýsingar um stöðu mála.

06.02.2020

Leikskólabörn um allan bæ

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dagsins og heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnarnesi.

31.01.2020

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.
31.01.2020

Íris Björk Símonardóttir og Pétur Theodór Árnason íþróttakona og maður Seltjarnarness 2019

Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 30. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 27. skiptið en það var fyrst haldið 1993.

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur
29.01.2020

Árni Heimir Ingólfsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistarfræðingur var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 28. janúar. Þetta er í 24. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
20.01.2020

Drög að Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 nú til umsagnar.

Nú er til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins drög að Sóknarætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem íbúar og fyrirtæki landshlutans komið með ábendingar. 
Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun
10.01.2020

Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun

Þann 23. desember sl. fékk Seltjarnarnesbær staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar. 
07.01.2020

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð

Reglur um fjárhagsaðstoð voru samþykktar í fjölskyldunefnd Seltjarnarness þann 19. september 2019 og samþykktar af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 9. október 2019.

Jóla- og nýárskveðja 2019
23.12.2019

Jóla- og nýárskveðja 2019

Seltjarnarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Eins og undanfarin ár sendir bærinn ekki út formleg jólakort heldur styrkir gott málefni og í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana. Hátíðarkveðja frá starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.
Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd
19.12.2019

Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd

Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum en verulega hefur kvarnast upp úr honum og garðurinn látið á sjá. 
10.12.2019

TILKYNNING TIL ÍBÚA VEGNA ÓVEÐURS

Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs þar sem eftirfarandi var staðfest og ákveðið: Smelltu til að sjá ítarlegar upplýsingar.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?