Allir heim fyrir kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember vegna spár um ofsaveður - hugið að lausum munum!
Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi.
Umferðaröryggismál - tillögur að breytingu um og við Eiðistorg
Í ljósi fjölda ábendinga íbúa bæjarins hefur skipulags- og umferðarnefnd, í samráði við umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar og umferðar- og samgönguverkfræðing hjá VSÓ Ráðgjöf, unnið að útfærslu til að bæta öryggi gönguleiða um og við Eiðistorg. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.
Seltjarnarnesbær sýknaður af 102 milljóna kröfu ríkisins
Að gefnu tilefni varðandi kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness þriðjudaginn 3. desember 2019
Samkvæmt tilkynningu skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness verður öll kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. desember en tölvupósturinn þess efnis hefur verið sendur út til foreldra.
Tilkynning vegna barnaverndarmála á Seltjarnarnesi
Hjartanlega til hamingju starfsfólk slökkviliðsins með nýju bifreiðarnar, sem búnir eru nýjustu tækni varðandi brunavarnir.
Dagdvöl aldraðra er flutt frá Skólabraut í Seltjörn, hjúkrunarheimili
Velkomin(n) á setningu Menningarhátíðar Seltjarnarness 2019 fimmtudaginn 31. okt kl. 17.00 á bókasafninu.
Hjartanlega velkomin(n) á opnunarhátíð og setningu menningarhátíðar 2019 á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 31. október kl. 17.00. Hátíðarávarp, sýningaropnanir og tónlistaratriði.
Dagskrá Menningarhátíðar Seltjarnarness 31okt - 3nóv 2019
Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 31. október til 3. nóvember með afar fjölbreyttri dagskrá víða um Seltjarnarnesið. Hér má skoða dagskránna í heild sinni og hvað verður um að vera hvenær og hvar. Njótið vel!