Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi
Seltjarnarnesbær gerist Heilsueflandi samfélag!
Það er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi.
Umhverfisviðurkenningar árið 2018
Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í ár fjórar umhverfisviðurkenningar þ.e. fyrir garð, tré og götu ársins sem og fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 18. október sl.
Stjórnvöld tryggi óbreyttan rekstur Bjargs
„Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar telur réttast að ríkið semji áfram við Hjálpræðisherinn um rekstur vistheimilisins Bjargs eða annan aðila með sérþekkingu á geðheilbrigðisþjónustu.“ Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 15. október síðastliðinn.
Öryggismyndavélum verður fjölgað á Seltjarnarnesi
Föstudaginn 19. október sl. undirrituðu Seltjarnarnesbær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. undir samning um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi á Seltjarnarnesi.
Rauntímateljari kominn upp við göngu- og hjólastíg á Norðurströndinni
Settur hefur verið upp rauntímateljari við göngu- og hjólastígana á Norðurströndinni til móts við bensínstöðina og er um að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnresbæjar
Aðgerðaráætlun gegn hávaða
FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU 1. september kl. 14.30-16.30
BÆJARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS 31. ágúst - 2. september
Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús sín og umhverfi - GULUR, RAUÐUR, GRÆNN & BLÁR auk þess sem boðið er upp á viðamikla fjölskyldudagskrá fyrir alla bæjarbúa um helgina og eru íbúar hvattir til að taka þátt og hafa gaman saman!
Minnum á örugga gönguleið barna frá Mýrarhúsaskóla að íþróttamiðstöðinni
Til að tryggja öryggi barna og annarra vegfarenda á framkvæmdatíma íþróttamiðstöðvarinnar er gönguleið nemenda skólans er afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2-8 og 10-18 (merkt með gulu á myndinni)