02.06.2014
Gróðursetning á Bolaöldu
Nemendur Mýrarhúsaskóla hafa sett niður trjáplöntur og dreift lífrænum áburði á örfoka landsvæði á Bolaöldu frá árinu 2005. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eða GFF. Verkefnið kallast LAND-NÁM og er hluti af útiskóla sem samtökin starfrækja í samvinnu við grunn og framhaldsskóla.
02.06.2014
Frítt sundkort á Seltjarnarnesi
Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
30.05.2014
Útskriftarárgangur í heimsókn hjá bæjarstjóra
Það var hressilegur hópur barna sem heimsótti bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, sl. miðvikudag og þáðu hjá henni mjókurkex.
26.05.2014
Slítur Tónlistarskóla Seltjarnarness í síðasta sinn
Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, sleit Tónlistarskóla Seltjarnarness í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 21. maí fyrir fullu húsi. Þetta var í átjánda og síðasta sinn sem Gylfi slítur skólanum, þar sem hann mun láta af störfum eftir þetta skólaár, en hann hóf störf við skólann sem gítarkennari haustið 1983.
26.05.2014
Álftarungi kominn á Bakkatjörn
Blaðamenn Morgunblaðsins eru einlægir aðdáendur álftarparsins á Bakkavör og eru jafnan fyrstir með fréttir af þessu sómapari, en þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í gær að ljósmyndari blaðsins sá til unga í fylgd með föður sínum skammt frá Svandísi, en hún liggur enn þá á
23.05.2014
Seltjarnarnesbær er Stofnun ársins 2014
Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna.
22.05.2014
Seltirningar eignast heimsmeistara
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær, miðvikudaginn 21. maí, heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki
22.05.2014
Umferðaröryggisáætlun samþykkt - Umferðarslys afar fátíð
Aðeins tvö alvarlega umferðarslys hafa orðið á Seltjarnarnesi á síðastliðnum átta árum. Þetta kom fram á opnum fundi í gær, miðvikudaginn 21. maí, þegar ný og heildstæð umferðaröryggisáætlun sem tekur til alls bæjarfélagsins var kynnt á opnum fundi í Íþróttahúsi Seltjarnarness.
21.05.2014
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar lítur dagsins ljós
Ný Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna hjá Seltjarnarnesbæ hefur nú litið dagsins ljós. Þar segir m.a. að í hverju sveitarfélagi sé mikilvægt að hafa fjölbreytt val í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum og að almenn þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu starfi hafi óumdeilt forvarnagildi.
19.05.2014
Samið um ferðaþjónustu fatlaðra
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í hádeginu í dag samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.