03.12.2014
Bráðgerir nemendur
Á dögunum fór fram vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þangað var boðið fulltrúum foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu til samræðu og skoðanaskipta
28.11.2014
Mælingar virkjaðar á Seltjarnarnesi
Á undnaförnum vikum hafa stjórnendur og fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarness sótt fundi hjá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þar sem farið hefur verið yfir viðbragðsáætlanir vegna jarðhræringa við Bárðarbungu, eldgossins í Holurhauni og gasdreifingar.
25.11.2014
Fjölmenn ráðstefna íslenskra æskulýðsrannsókna
Mánudaginn 24. nóvember var haldin ráðstefna íslenskar æskulýðsrannsóknir í Félagsheimili Seltjarnarness frá kl. 9-16
24.11.2014
Besta hráefni í boði í Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness
Í ljósi umræðu um hráefni og fæði í leikskólum undanfarna daga er ástæða til að geta þess að málsverðir í Leikskóla Seltjarnarness eru samkvæmt opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu.
18.11.2014
Ný rafræn Seltirningabók & Sýningaropnun Sigursveins
Rafrænn aðgangur að Seltirningabók Heimis Þorleifssonar verður opnaður formlega í Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17 en bókin, sem hefur verið ófáanleg um langt skeið, verður öllum aðgengileg án kostnaðar. Við sama tækifæri verður opnuð sýningin Frónari í Eiðisskeri þar sem Sigursveinn H. Jóhannesson leiktjaldamálari sýnir m.a. verk frá Seltjarnarnesi. Boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir.
13.11.2014
Mengunarmælar á Seltjarnarnesi
Á næstu dögum verða settir upp gasmengunarmælar á Seltjarnarnesi, en þar með geta Seltirningar fylgst með loftgæðum vegna gossins í Holuhrauni.
12.11.2014
Virk þátttaka íbúa
Góð þátttaka og nokkur skoðanaskipti urðu á íbúafundi um endurskoðun á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024
12.11.2014
Grótta sló Fram út úr bikarnum í gær
Meistaraflokkur komin áfram í bikarnum. Grótta sigraði Fram í 16-liða úrslitunum í Coca Cola bikar kvenna í handknattleik í gærkvöldi.
30.10.2014
Ökumenn til fyrirmyndar á Seltjarnarnesi
Aðeins voru um 4% ökumanna sem óku yfir löglegum ökuhraða við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurströnd í gær, miðvikudaginn 29. október.