26.06.2014
Verkefni fyrir fjölskyldur og frístundahópa í Nesstofu
Nesstofa við Seltjörn á Seltjarnarnesi er opin í sumar á hverjum degi frá 13-17 og er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldur og frístundahópa sem hyggja á fjöruferð og útivist á Nesinu.
25.06.2014
Fjölmenni í Jónsmessugöngu
Á annað hundrað manns tóku þátt í hinni árvissu Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi sem fram fór þriðjudaginn 24. júní.
24.06.2014
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
24.06.2014
40 ára afmælistímarit Seltjarnarnesbæjar komið út
Í dag, á Jónsmessu 24. júní, afhenti Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra fyrsta eintakið af veglegu 40 ára afmælisriti Seltjarnarnesbæjar. Í blaðinu er litið yfir farinn veg en auk þess er svipmynd brugðið á málefni líðandi stundar í samfélaginu.
23.06.2014
Leikskólinn á Seltjarnarnesi hlýtur SMT fánann
Á dögunum fékk Leikskóli Seltjarnarness afhentan SMT (School Management Training) fánann sem viðurkenningu fyrir áralangt starf með börnum í SMT skólafærni.
20.06.2014
Fyrsti fundur bæjarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18. júní klukkan tólf.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setti fundinn sem starfsaldursforseti og stýrði fundi þar til
Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
19.06.2014
Skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi
Í gær, miðvikudag 18. júní, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
18.06.2014
Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi í dag
Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
18.06.2014
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
13.06.2014
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi aldrei stærri
Þar sem Seltjarnarnesbær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári verða 17. júní hátíðarhöldin í bænum enn veglegri en undanfarin ár. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Bakkagarði við Suðurströnd og verður dagskráin haldin bæði að degi og kvöldi til.