17.12.2007
Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs
Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
05.12.2007
Kveikt á jólatrénu við Suðurströnd
Í morgun var kveikt á jólatréinu við Suðurströnd. Börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu við athöfnina og sungu af hjartans list nokkur jólalög.
04.12.2007
Jólin nálgast - gott er að gefa!
Starfsfólk, foreldrar og börn í leikskólum Seltjarnarness stóðu fyrir söfnun á værðarvoðum/teppum (ullar- og flísteppum) handa fjölskyldum í Malaví. Söfnunin stóð í eina viku frá 26. – 30. nóvember og safnaðist mikið magn af værðarvoðum.
29.11.2007
Útsvar á Seltjarnarnesi lækkar um 2% á næsta ári
Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.
28.11.2007
Gott gengi liðs Selsins í Legó hönnunarkeppninni
Legó hönnunarkeppnin, "First Lego League" var haldin laugardaginn 10. nóvember í Öskju, húsi Háskóla Íslands og sigraði lið Selsins þrautakeppnina með miklum glæsibrag.
27.11.2007
Mikil ánægja með leikskóla Seltjarnarnesbæjar
Rafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum.
20.11.2007
Mánabrekka verður heimaskóli Kennaraskóla Íslands
Fimmtudaginn 8. nóvember var undirritaður samningur til þriggja ára milli Kennaraháskóla Íslands og Mánabrekku. Samningurinn felur m.a í sér að leikskólinn Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum í B.Ed.
20.11.2007
Hugmyndaþing um skipulag Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða
Þessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða.
19.11.2007
Allir Seltirningar fá aðgang að NemaNeti
Á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 16. nóvember undirrituðu Námsstofan og Seltjarnarnesbær samkomulag um framhald og útvíkkun á tilraunaverkefni um heimanámskerfið NemaNet.
16.11.2007
Fríar heimatengingar fyrir kennara á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að starfsfólki er sinnir kennslu í skólastofnunum Seltjarnarness, það er kennurum og ófaglærðu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla standi til boða háhraða nettenging til tölvuvinnu heima fyrir, þeim að kostnaðarlausu.
09.11.2007
Fræðslufundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness
Jafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: „Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.”