Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Menningarhátíð hefst í dag
08.06.2007

Menningarhátíð hefst í dag

Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag og popplög í VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi.
Dagskrá Menningarhátíðar kynnt
07.06.2007

Dagskrá Menningarhátíðar kynnt

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, kynntu í gær dagskrá þriðju menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst á föstudaginn. Hátíðin verður með glæsilegasta móti að þessu sinni en yfirskrift hátíðarinnar er Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð.
Fjölmenni við opnun handverkssýningar
06.06.2007

Fjölmenni við opnun handverkssýningar

Mikið fjölmenni var við opnun sýningar á handverki eldri borgara í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin er einkar glæsileg og kennir þar ýmissa grasa. Af sýningunni má ráða að fjölbreytt og öflugt tómstundastarf fer fram hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins fram að sunnudegi.
Handverkssýning eldri borgara opnar í dag
05.06.2007

Handverkssýning eldri borgara opnar í dag

Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins.
Spennandi tillaga um aðstöðu við gervigrasvöll
01.06.2007

Spennandi tillaga um aðstöðu við gervigrasvöll

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga.
31.05.2007

Ný erindisbréf fastanefnda

Bæjarstjórn samþykkti nýlega drög að uppfærðum erindisbréfum eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarness; jafnréttisnefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, menningarnefndar, fjárhags- og launanefndar, félagsmálasviðs, skipulags- og mannvirkjanefndar, skólanefndar og umhverfisnefndar.
Nýjar stéttar og lýsing í allar götur bæjarins
30.05.2007

Nýjar stéttar og lýsing í allar götur bæjarins

Fyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins hefur verið boðinn út. Gengið hefur verið til samninga við verktakafyrirtækið Brotaberg um 1. áfanga verksins. Fyrir liggur nákvæm úttekt ráðgjafa bæjarins á ástandi allra gatna í bænum sem verður til grundvallar endurbótunum sem standa munu næstu fjögur árin.
Fyrsta ljósleiðaravædda sveitarfélag í heimi
25.05.2007

Fyrsta ljósleiðaravædda sveitarfélag í heimi

Flest hús Seltjarnarness hafa verið tengd við ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur og geta íbúar þess nú nýtt sér þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er á netinu.
Endurbætur á afgreiðslu bæjarskrifstofu
22.05.2007

Endurbætur á afgreiðslu bæjarskrifstofu

Afgreiðsla bæjarskrifstofu hefur verið tekin til gagngerrar endurnýjunar. Lokið er við að bæta aðstöðu fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt hannaði breytingarnar sem hafa tekist einstaklega vel
Breytingar á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls
21.05.2007

Breytingar á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls

Skólanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness. Skólaskjólið er dagvist fyrir nemendur í yngstu bekkjum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og greiða foreldrar fyrir dvölina þar.
Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007
18.05.2007

Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007

Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, grunnskóla og tónlistarskóla Seltjarnarness.
16.05.2007

Nýir aðstoðarskólastjórar ráðnir til starfa

Gengið hefur verið frá ráðningu nýrra aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness en núverandi aðstoðarskólastjórar, þeir Gísli Ellerup og Marteinn M. Jóhannsson, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf. Nýir aðstoðarskólastjórar verða þau Baldur Pálsson og Ólína Thoroddsen sem metin voru hæfust umsækjenda af ráðningarþjónustu Capacent.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?