13.07.2007
Sumarferðarlag eldri borgara í Þórsmörk
Í gær, 12. júlí fóru 40 eldri borgarar á Seltjarnarnesi í sumarferðalag í Þórsmörk. Áð var í Langadal og borðað nesti við skálann.
11.07.2007
Jónsmessuganga Seltjarnarness 2007
Um tvo hundruð manns mættu í Jónsmessugöngu Seltjarnarness 2007 að sögn Unnar Pálsdóttur fulltrúa menningarnefndar sem leiddi gönguna ásamt Þorvaldi Friðrikssyni fornleifafræðingi.
28.06.2007
Grunnskóli Seltjarnarness leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á höfuðborgarsvæðinu
Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu samstarfssamning í dag að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra
22.06.2007
Leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs í heimsókn
Miðvikudaginn 20. júní sl. heimsóttu leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs Seltjarnarnesbæ. Hópurinn heimsótti leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku og fræddist um leikskólastarfið á Seltjarnarnesi.
20.06.2007
Hátíð í bæ á 17. júní
17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið milt og gott.
19.06.2007
Jafnréttisnefnd fær merki
Skemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla. Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina.
18.06.2007
Selkórinn og Seltjarnarnesbær undirrita samstarfssamning
Fyrr í dag undirrituðu Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Ólína Thoroddsen formaður Selkórsins samstarfssamning til þriggja ára. Selkórinn er liður í öflugu tónlistarlífi Seltjarnarness og er samningurinn ætlaður til efla kórastarfið enn frekar.
15.06.2007
Vorhátíð í Mýrarhúsaskóla
Fimmtudaginn þann 7.júní síðastliðinn var vorhátíð í Mýrarhúsaskóla. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð. Vorhátíðin er haldin í samstarfi foreldra og starfsfólks skólans og fer fram árlega í skólalok.
13.06.2007
Mikil aðsókn að handverksýningu eldri bæjarbúa
Handverksýning eldri bæjarbúa var haldin í Bókasafni Seltjarnarness 5. til 9. júní sl. Mikil aðsókn var á sýninguna og vakti handverkið mikla athygli.
13.06.2007
Bókaormar í leikskóla
Mánudaginn 11. júní sl. var leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku afhentir handprjónaðir bókaormarnir Sól og Máni en þá prjónuðu konurnar í félagsstarfi aldraðra. Vakti gjöfin mikla lukku.
12.06.2007
Handgerðar brúður eftir Rúnu Gísladóttur til sýnis
Mikil aðsókn var á brúðusýningu Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu sem haldin var á Menningarhátíð 2005. Nú hefur Rúna ákveðið að endurtaka leikinn í tilefni Menningarhátíðar sem haldin var helgina 11.-12. júni sl.
11.06.2007
Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt
Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.